Framúrstefnulegur Fiat jepplingur Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2014 14:58 Fiat FCC4 jepplingurinn. Þennan tilraunabíl ætlar Fiat að kynna á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu á næstunni. Hann lýtur út eins og fjögurra dyra „coupe“ bíll á stultum og með palli. Þetta er þó ekki pallbíll, heldur er hann með svo mikið hallandi afturrúðu að hún vart sést á myndum af honum. Bíllinn er ansi stór, en hann er lengri en BMW X6, en talsvert lægri og mjórri. Útlit hans endurspeglar ef til breyttar áherslur hjá Fiat fyrirtækinu sem nú er orðið „amerískt“, eins og fráfarandi forstjóri Ferrari orðaði það um daginn. Tilraunabíllinn er kallaður FCC4 og stendur það fyrir Fiat Concept Car með 4 hurðum og er hann teiknaður í hönnunardeild Fiat í S-Ameríku, en Fiat framleiðir mikið af sínum bílum í S-Ameríku. Þessum bíl verður þess vegna aðallega beint að þeim markaði ef af framleiðslu hans verður.Sannarlega sérkennilegur bíll útlits. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent
Þennan tilraunabíl ætlar Fiat að kynna á bílasýningu í Sao Paulo í Brasilíu á næstunni. Hann lýtur út eins og fjögurra dyra „coupe“ bíll á stultum og með palli. Þetta er þó ekki pallbíll, heldur er hann með svo mikið hallandi afturrúðu að hún vart sést á myndum af honum. Bíllinn er ansi stór, en hann er lengri en BMW X6, en talsvert lægri og mjórri. Útlit hans endurspeglar ef til breyttar áherslur hjá Fiat fyrirtækinu sem nú er orðið „amerískt“, eins og fráfarandi forstjóri Ferrari orðaði það um daginn. Tilraunabíllinn er kallaður FCC4 og stendur það fyrir Fiat Concept Car með 4 hurðum og er hann teiknaður í hönnunardeild Fiat í S-Ameríku, en Fiat framleiðir mikið af sínum bílum í S-Ameríku. Þessum bíl verður þess vegna aðallega beint að þeim markaði ef af framleiðslu hans verður.Sannarlega sérkennilegur bíll útlits.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent