Vötnin í Svínadal á leið í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 30. október 2014 17:43 Vötnin í Svínadal hafa lengi verið ágætlega stunduð af veiðimönnum en þó hefur aðsóknin minnkað nokkuð síðustu tvö sumur en á því kann að verða breyting. Veiðifélag Laxár í Leirársveit sendi nýlega frá sér tilkynningu um að leitað verði tilboða í vötnin þrjú í Hvalfjarðarsveit, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Ásamt vötnunum fylgir Selós og Þverá sem rennur á milli vatnana en í henni er oft lax sem gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit. Veiðitímabilið sem er boðið út er 2015-2017. Í vötnunum er annars bæði urriði og bleikja og oft í miklu magni en heldur smá. Inná milli má svo oft setja í stóra urriða og þá sérstaklega í Eyrarvatni en að veiða í vatninu á sumarkvöldum þegar stóru urriðarnir koma inná grynningarnar í ætisleit. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bjóða og hversu mikið verður boðið í veiðiréttinn en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 20. nóvember. Lítið hefur annars frést af öðrum útboðum en líklegt er að einhverjar hreyfingar verði í ánum áður en veturinn er úti. Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði
Vötnin í Svínadal hafa lengi verið ágætlega stunduð af veiðimönnum en þó hefur aðsóknin minnkað nokkuð síðustu tvö sumur en á því kann að verða breyting. Veiðifélag Laxár í Leirársveit sendi nýlega frá sér tilkynningu um að leitað verði tilboða í vötnin þrjú í Hvalfjarðarsveit, Geitabergsvatn, Þórisstaðavatn og Eyrarvatn. Ásamt vötnunum fylgir Selós og Þverá sem rennur á milli vatnana en í henni er oft lax sem gengur í vötnin úr Laxá í Leirársveit. Veiðitímabilið sem er boðið út er 2015-2017. Í vötnunum er annars bæði urriði og bleikja og oft í miklu magni en heldur smá. Inná milli má svo oft setja í stóra urriða og þá sérstaklega í Eyrarvatni en að veiða í vatninu á sumarkvöldum þegar stóru urriðarnir koma inná grynningarnar í ætisleit. Forvitnilegt verður að sjá hverjir bjóða og hversu mikið verður boðið í veiðiréttinn en frestur til að skila inn tilboðum rennur út 20. nóvember. Lítið hefur annars frést af öðrum útboðum en líklegt er að einhverjar hreyfingar verði í ánum áður en veturinn er úti.
Stangveiði Mest lesið Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Ófrýnilegir úr undirdjúpum Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Óþolandi sóðaskapur við ár og vötn Veiði Veitt með Vinum frítt á Youtube Veiði Nýr veiðiklúbbur hjá Fish Partner Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Leirvogsá og Úlfarsá fóru vel af stað Veiði