Land Rover Discovery Sport af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 15:40 Land Rover Discovery Sport er 7 manna lúxussportjeppi. Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Land Rover kynnti nýjan Discovery Sport á bílasýningunni í París fyrir stuttu. Framleiðsla bílsins er nú hafin og hefur fyrsta eintakið rúllað af færiböndunum í Bretlandi. Hann leysir af hólmi Land Rover Freelander bílinn sem seldist ágætlega hér á landi sem erlendis. Land Rover lagði í 30 milljarða króna fjárfestingu í Halewood verksmiðjunum vegna framleiðslu þessa bíls, en þar er einnig smíðaður Range Rover Evoque sportjeppinn, en þessi bílar eru ámóta af stærð. Land Rover Discovery Sport er 7 manna bíll og Land Rover segir að þar fari fjölhæfasti sportjeppinn á markaðnum í dag í lúxusbílaflokki. Fyrsta eintakið af þessum nýja bíl verður afhent Virgin Galactic sem stendur að flugferðum fyrir almenning út í geiminn. Land Rover Discovery Sport verður einnig kynntur vestanhafs á bílasýningunni í Los Angeles sem hefst í næsta mánuði en sala hans hefst fljótlega þar sem og í Evrópu.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent