Hvað þýðir Yaris, Auris og Prius? Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2014 10:29 Toyota Yaris. Japönsk bílanöfn eru oft torskilin, eru gjarnan ekki til sem eiginleg orð og stundum samsett úr tveimur orðum. Hvað þýða til dæmis bílnöfnin Yaris og Camry frá Toyota? Yaris er samsett heiti dregið frá gríska orðinu „Charis“, sem táknar fegurð og fágun og „Ya“ úr þýsku, sem þýðir já. Yaris gæti því útlagst „já fyrir fegurð og fágun“. Jákvæð hugsun hér að baki en ekki fengin út með einföldum hætti. Camry er dregið af japanska orðinu „kanmuri“ sem þýðir kóróna, en heitið er aðlagað enskri tungu, þó það þýði ekkert á því tungumáli. Auris er fengið frá latneska orðinu „aurum“ sem þýðir gull, en er einnig innblásið af enska orðinu „aura“, eða ára og sú samsetning á saman að tákna gullna áru bílsins. Celica er tekið ur spænsku og þýðir himneskur og ekki getur það verið slæmt fyrir bíl. Toyota framleiðir einnig Corolla og er nafn þess bíls fengið frá krónum blóma og því er einfaldari hugsun þar að baki. Supra er fengið úr latínu og þýðir yfir annað hafinn, enda var Toyota Supra yfir flesta aðra bíla hafinn. Prius er einnig fengið úr latínu og merkir áður eða fyrri og á víst að vitna til þess að þegar Toyota kynnti fyrsta Hybrid bíl sinn í Japan árið 1997 hafði enginn bílaframleiðandi fjöldaframleitt tvinnbíl áður. Þessa útskýringu á nafni bíls frá Toyota er torvelt að skilja. Eðlilegra hefði ef til vill verið að vitna til framtíðarinnar en fortíðarinnar með bíl eins og Prius. Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Japönsk bílanöfn eru oft torskilin, eru gjarnan ekki til sem eiginleg orð og stundum samsett úr tveimur orðum. Hvað þýða til dæmis bílnöfnin Yaris og Camry frá Toyota? Yaris er samsett heiti dregið frá gríska orðinu „Charis“, sem táknar fegurð og fágun og „Ya“ úr þýsku, sem þýðir já. Yaris gæti því útlagst „já fyrir fegurð og fágun“. Jákvæð hugsun hér að baki en ekki fengin út með einföldum hætti. Camry er dregið af japanska orðinu „kanmuri“ sem þýðir kóróna, en heitið er aðlagað enskri tungu, þó það þýði ekkert á því tungumáli. Auris er fengið frá latneska orðinu „aurum“ sem þýðir gull, en er einnig innblásið af enska orðinu „aura“, eða ára og sú samsetning á saman að tákna gullna áru bílsins. Celica er tekið ur spænsku og þýðir himneskur og ekki getur það verið slæmt fyrir bíl. Toyota framleiðir einnig Corolla og er nafn þess bíls fengið frá krónum blóma og því er einfaldari hugsun þar að baki. Supra er fengið úr latínu og þýðir yfir annað hafinn, enda var Toyota Supra yfir flesta aðra bíla hafinn. Prius er einnig fengið úr latínu og merkir áður eða fyrri og á víst að vitna til þess að þegar Toyota kynnti fyrsta Hybrid bíl sinn í Japan árið 1997 hafði enginn bílaframleiðandi fjöldaframleitt tvinnbíl áður. Þessa útskýringu á nafni bíls frá Toyota er torvelt að skilja. Eðlilegra hefði ef til vill verið að vitna til framtíðarinnar en fortíðarinnar með bíl eins og Prius.
Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent