Lögreglan þar hefur reyndar haft slíka bíla til afnota frá árinu 2012 og frá því þá hefur hún 300 sinnum þurft að elta uppi ökumenn sem aka eins og brjálæðingar á áströlskum vegum.
Porsche útvegar lögreglunni í Ástralíu þessa bíla án greiðslu, en ástæða þess er að Porsche vill með því auka áhuga fólks í Ástralíu á Porsche bílum, enda vekja þessir bílar mikla athygli á vegunum þar.
Þetta er sannarlega óvenjuleg aðferð til að auglýsa Porsche bíla, en virðist virka þar sem þessu samstarfi verður haldið áfram.
