Myndbandið er birt nú skömmu fyrir frumsýningu þriðju og síðustu myndarinnar um Hobbitann, The Hobbit: The Battle of the Five Armies, en myndin var tekin upp á Nýja-Sjálandi líkt og myndirnar um Hringadróttinssögu.
Leikstjórinn Peter Jackson kemur fyrir í nýja myndbandinu ásamt bandaríska leikaranum Elijah Wood, sem fór með hlutverk Frodo í Hringadróttinssögumyndunum.
Í frétt Mashable segir að Air New Zealand hafi áður lagt mikið í öryggismyndbönd sín og er skemmst að minnast á myndband þar sem David Hasselhoff reið litlum hesti í háloftunum.