Haas: Fyrstu fimm árin snúast um að komast af Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. október 2014 22:00 Gene Haas ætlar að vera fyrstur til að læra af mistökum annarra. Vísir/Getty Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. Haas F1 liðið mun mæta til keppni 2016. Liðið hefur samið við Ferrari um að fá vélar og tæknilega aðstoð. Haas segist gera sér grein fyrir að liðið gæti átt erfitt í upphafi. „Ég tel að fyrstu fimm árin muni snúast um að komast af. Ég geri ekki væntingar um að vinna heimsmeistaratitil. Ef við gætum unnið eina keppni á fimm árum myndi ég telja það afar góðan árangur,“ sagði kappakstursmógúllinn Gene Haas í viðtali við CNN. Þrjú ný lið mættu til leiks árið 2010. Aðeins Marussia hefur náð í stig, HRT hætti keppni 2012 og framtíð Caterham er í upplausn eftir að hluti eigna þess í Bretlandi voru teknar upp í skuldir. „Ég held að þeirra stærstu mistök séu að hafa viljað komast svo fljótt í kappakstur að þau hafi leitað á náðir samstarfsaðila sem hentuðu kannski ekki og voru mislukkaðir,“ sagði hinn bandaríski Gene Haas. Hann segir einnig að Ferrari hafi viljað hafa nánara samband. „Við yrðum mjög stolt að vera b-lið Ferrari vegna þess að við myndum réttar aðferðir við rekstur formúluliðs. Í hreinskilni sagt munum við taka þá hjálp sem Ferrari getur veitt okkur, vegna þess að það er enginn betri en Ferrari,“ sagði Haas að lokum. Formúla Tengdar fréttir Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015 Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda. 4. mars 2014 09:14 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Gene Haas segir að fyrstu fimm árin hjá nýju formúlu 1 liði hans muni snúast um að komast af. Hann ætlar að læra af mistökum annarra nýrra liða í gegnum tíðina. Haas F1 liðið mun mæta til keppni 2016. Liðið hefur samið við Ferrari um að fá vélar og tæknilega aðstoð. Haas segist gera sér grein fyrir að liðið gæti átt erfitt í upphafi. „Ég tel að fyrstu fimm árin muni snúast um að komast af. Ég geri ekki væntingar um að vinna heimsmeistaratitil. Ef við gætum unnið eina keppni á fimm árum myndi ég telja það afar góðan árangur,“ sagði kappakstursmógúllinn Gene Haas í viðtali við CNN. Þrjú ný lið mættu til leiks árið 2010. Aðeins Marussia hefur náð í stig, HRT hætti keppni 2012 og framtíð Caterham er í upplausn eftir að hluti eigna þess í Bretlandi voru teknar upp í skuldir. „Ég held að þeirra stærstu mistök séu að hafa viljað komast svo fljótt í kappakstur að þau hafi leitað á náðir samstarfsaðila sem hentuðu kannski ekki og voru mislukkaðir,“ sagði hinn bandaríski Gene Haas. Hann segir einnig að Ferrari hafi viljað hafa nánara samband. „Við yrðum mjög stolt að vera b-lið Ferrari vegna þess að við myndum réttar aðferðir við rekstur formúluliðs. Í hreinskilni sagt munum við taka þá hjálp sem Ferrari getur veitt okkur, vegna þess að það er enginn betri en Ferrari,“ sagði Haas að lokum.
Formúla Tengdar fréttir Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015 Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda. 4. mars 2014 09:14 Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni Fótbolti „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Fótbolti „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Körfubolti „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Fótbolti Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hugsanlega ný lið í Formúlunni árið 2015 Opnað var fyrir umsóknir fyrir ný lið í Formúlu 1 fyrir skemmstu. Tveir aðilar sem sóttu um þykja koma sterklega til greina. Annars vegar Gene Haas og hins vegar rúmenskur umsækjandi sem nýtur stuðnings þarlendra stjórnvalda. 4. mars 2014 09:14