Sænska áfengisbúðin Systembolaget hefur stöðvað sölu á Fireball-viskíi. Talsmaður búðarinnar hvetur viðskiptavini til sleppa því að drekka viskítegundina þar sem það kann að innihalda of há gildi af própýlenglýkóli. Viskýtegundin er einnig til sölu í verslunum ÁTVR.
Systembolaget ákvað að fjarlægja drykkinn úr hillum sínum eftir að finnska áfengisverslunin Alko mældi gildi própýlenglýkóls of hátt í Fireball í hefðbundnu eftirliti sínu.
„Við höfum ekki áður fengið nein viðvörunarmerki varðandi drykkinn áður,“ segir Ida Thulin, upplýsingafulltrúi Systembolaget í samtali við Dagens Nyheter. „Við könnum ávallt þær vörur sem við seljum á rannsóknarstofu áður en þær fara upp í hillu. En til öryggis höfum við ákveðið að stöðva sölu á drykknum og ætlum að framkvæma nýjar prófanir.“

