Audi í Formúlu 1? Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 09:44 Audi keppnisbílar af ýmsu tagi. Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent
Margir hafa velt fyrir sér af hverju Audi og Porsche eru með sitthvort liðið í Le Mans þolaksturskeppninni, en hvorugt í Formúlu 1. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen bílasamstæðunnar og nú virðist einhver gerjun eiga sér stað varðandi þátttöku Volkswagen merkjanna í akstursíþróttum. Líklegast er að Audi muni tefla fram liði í Formúlu 1 og vinnur nú að þróun 6 strokka vélar fyrir slíkan keppnisbíl, en hann yrði búinn tvinnaflrás. Þátttaka Audi yrði í samstarfi við Red Bull og mestar líkur eru á að Audi taki sæti Renault liðsins, sem einnig er í samstarfi við Red Bull, eða taki alveg yfir lið Toro Rosso. Audi hefur ekki verið í Formúlu 1 frá því fyrir stríð, en endurkoma þar yrði mörgum gleðiefni. Audi hefur unnið 13 af síðustu 15 ár í Le Mans þolaksturkeppninni, hefur ekkert lengur að sanna þar og myndi draga sig úr keppni á þeim vettvangi ef þátttaka verður að veruleika í Formúlu 1.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent