Porsche smíðar vél fyrir limósínu Pútíns Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 10:24 Vladimir Pútín stígur úr núverandi limósínu sinni en vill nýrri og betri bíl. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur fengið það hlutverk að smíða vél í nýja limósínu fyrir Vladimir Pútín forseta Rússlands. Vélin verður í nýjum bíl forsetans sem tilbúinn á að vera árið 2017. Vélin er á milli 6,0 og 6,6 lítrar af sprengirými, orkar um 800 hestöfl og verður 12 strokka. Vélin verður búin til úr rússneskum íhlutum, enda leyfir stolt Pútíns ekkert annað. Þetta verkefni Pútíns kallast Motorcade Project og felst í smíði fleiri bíla undir rússneska yfirmenn, þar á meðal jeppa. Allir bílarnir verða fjórhjóladrifnir og mun Porsche einnig sjá um fjórhjóladrifrás bílanna. Verkefnið mun samkvæmt óljósum heimildum kosta 150-400 milljón dollara eða 18-48 þúsund milljónir króna. Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur fengið það hlutverk að smíða vél í nýja limósínu fyrir Vladimir Pútín forseta Rússlands. Vélin verður í nýjum bíl forsetans sem tilbúinn á að vera árið 2017. Vélin er á milli 6,0 og 6,6 lítrar af sprengirými, orkar um 800 hestöfl og verður 12 strokka. Vélin verður búin til úr rússneskum íhlutum, enda leyfir stolt Pútíns ekkert annað. Þetta verkefni Pútíns kallast Motorcade Project og felst í smíði fleiri bíla undir rússneska yfirmenn, þar á meðal jeppa. Allir bílarnir verða fjórhjóladrifnir og mun Porsche einnig sjá um fjórhjóladrifrás bílanna. Verkefnið mun samkvæmt óljósum heimildum kosta 150-400 milljón dollara eða 18-48 þúsund milljónir króna.
Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent