Bilið örmjótt milli þriggja stærstu bílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 12:43 Toyota er enn söluhæsti bílaframleiðandi heims. Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent
Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent