Íslenski boltinn

Fyrrum FIFA-dómari heldur tónleika á Akureyri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhannes Valgeirsson við dómarastörf.
Jóhannes Valgeirsson við dómarastörf. Vísir/Valli
Jóhannes Valgeirsson, fyrrum milliríkjadómari fyrir KSÍ og dómari í þrettán ár í úrvalsdeild karla á Íslandi, er kominn á fullt í tónlistinni og ætlar að halda tónleika á Backpackers á Akureyri í næsta mánuði.

Jóhannes Valgeirsson dæmdi 137 leiki í efstu deild en síðasta tímabilið hans var sumarið 2010. Hann var FIFA-dómari til ársins 2009 en hann hætti óvænt dómgæslu í ársbyrjun 2011 eftir deilur við dómaranefnd KSÍ.

Jóhannes Valgeirsson mun þarna flytja sína eigin frumsamda tónlist en tónleikarnir verða á Backpackers 12. nóvember næstkomandi undir nafninu  „Notaleg stund með Jóa Valgeirs." Með Jóhannesi verður bassaleikarinn Stefán Gunnarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan níu og frítt er inn.

Jói Valgeirs spilar hugljúfa popptónlist. Það er hægt að hlusta á nokkur lög hans á soundcloud.com þar á meðal lagið "Lífsþor" og lagið "Alltaf til staðar fyrir mig."

Jóhannes Valgeirsson er ekki fyrsti íslenski dómarinn sem sýnir flotta takta í tónlistinni því Garðar Örn Hinriksson var söngvari hljómsveitarinnar URL.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×