Ford F-150 með 5,5 tonna toggetu Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 13:00 Ford F-150. Ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins, sem nú er að mestu smíðaður úr áli, er bæði með toggetu og burðargetu sem farin er að minna á vörubíl. Bíllinn getur dregið aftanívagn upp að 5,5 tonnum og hann getur borið 1,5 tonn á pallinum. Það eru Heavy Duty gerðir F-150 sem ná þessum burði og dráttargetu og er bíllinn þá með V8 vél. Ný 3,5 lítra og 6 strokka EcoBoost vélin er þó ekki mikill eftirbátur þeirrar 8 strokka og minnkar dráttargetan sáralítið með henni. Þeir sem kjósa bílinn með 2,7 lítra EcoBoost vélinni verða þó að sætta sig við dráttargetu uppá 3,9 tonn. Samkeppnisbílar Ford F-150 eru ekki langt á eftir í tölum og til að mynda er Chevrolet Silverado 1500 með 6,2 lítra V8 vél með 5,4 tonna dráttargetu, en burðargeta hans á pallinum er allmiklu minni, eða 770 kíló. Ram 1500 með 5,7 lítra Hemi-vél getur dregið 4,2 tonna aftanívagn og burðargeta hans er 740 kíló. Þrátt fyrir að ný kynslóð Ford F-150 sé svona mikill orkubolti mun eyðsla bílsins lækka um allt að 20%, þó mismunandi eftir hinum ýmsu útfærslum hans. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent
Ný kynslóð Ford F-150 pallbílsins, sem nú er að mestu smíðaður úr áli, er bæði með toggetu og burðargetu sem farin er að minna á vörubíl. Bíllinn getur dregið aftanívagn upp að 5,5 tonnum og hann getur borið 1,5 tonn á pallinum. Það eru Heavy Duty gerðir F-150 sem ná þessum burði og dráttargetu og er bíllinn þá með V8 vél. Ný 3,5 lítra og 6 strokka EcoBoost vélin er þó ekki mikill eftirbátur þeirrar 8 strokka og minnkar dráttargetan sáralítið með henni. Þeir sem kjósa bílinn með 2,7 lítra EcoBoost vélinni verða þó að sætta sig við dráttargetu uppá 3,9 tonn. Samkeppnisbílar Ford F-150 eru ekki langt á eftir í tölum og til að mynda er Chevrolet Silverado 1500 með 6,2 lítra V8 vél með 5,4 tonna dráttargetu, en burðargeta hans á pallinum er allmiklu minni, eða 770 kíló. Ram 1500 með 5,7 lítra Hemi-vél getur dregið 4,2 tonna aftanívagn og burðargeta hans er 740 kíló. Þrátt fyrir að ný kynslóð Ford F-150 sé svona mikill orkubolti mun eyðsla bílsins lækka um allt að 20%, þó mismunandi eftir hinum ýmsu útfærslum hans.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent