Mahindra kaupir helming í Peugeot Scooters Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 13:15 Merki létthjóladeildar Peugeot. Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra er við það að kaupa 51% hlut í létthjóladeild PSA Peugeot-Citroën sem nefnt er Peugeot Scooters. Sá hluti Peugeot sem framleiðir létthjól hefur starfað frá árinu 1898 og er næststærsti framleiðandi slíkra hjóla á eftir ítalska framleiðandanum Piaggio sem framleiðir Vespa hjólin. Mahindra ætlar að greiða 6,3 milljarða króna fyrir þennan ríflega helmingshlut í franska létthjólaframleiðandanum en nær fyrir vikið ráðandi hluta í fyrirtækinu. Ástæðan fyrir kaupum Mahindra er að fyrirtækið vill hasla sér sterkari völl fyrir svona hjól á heimamarkaðnum í Indlandi. Fyrirtækið framleiðir nú þegar hjól af þessari gerð, en skortir illilega þekkt merki bak við sig og á sem stendur afar litla markaðshlutdeild í Indlandi í létthjólum. Samingurinn milli Mahindra og PSA er ekki endanlega kláraður en hann þarf að fá samþykki semkeppnisyfirvalda og fleiri aðila en búist er við því að hann klárist innan 3 mánaða. Fjárhagsvandræði PSA Peugeot-Citroën undanfarin ár hefur gert það að verkum að það hefur neyðst til að selja stóra hluti í fyrirtækjum sínum undanfarið. Skemmst er að minnast kaupa kínverska bílaframleiðandans Dongfeng og franska ríkisins á sitthvorum 14% hlutnum í bíladeild PSA fyrr á þessu ári. Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent
Indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra er við það að kaupa 51% hlut í létthjóladeild PSA Peugeot-Citroën sem nefnt er Peugeot Scooters. Sá hluti Peugeot sem framleiðir létthjól hefur starfað frá árinu 1898 og er næststærsti framleiðandi slíkra hjóla á eftir ítalska framleiðandanum Piaggio sem framleiðir Vespa hjólin. Mahindra ætlar að greiða 6,3 milljarða króna fyrir þennan ríflega helmingshlut í franska létthjólaframleiðandanum en nær fyrir vikið ráðandi hluta í fyrirtækinu. Ástæðan fyrir kaupum Mahindra er að fyrirtækið vill hasla sér sterkari völl fyrir svona hjól á heimamarkaðnum í Indlandi. Fyrirtækið framleiðir nú þegar hjól af þessari gerð, en skortir illilega þekkt merki bak við sig og á sem stendur afar litla markaðshlutdeild í Indlandi í létthjólum. Samingurinn milli Mahindra og PSA er ekki endanlega kláraður en hann þarf að fá samþykki semkeppnisyfirvalda og fleiri aðila en búist er við því að hann klárist innan 3 mánaða. Fjárhagsvandræði PSA Peugeot-Citroën undanfarin ár hefur gert það að verkum að það hefur neyðst til að selja stóra hluti í fyrirtækjum sínum undanfarið. Skemmst er að minnast kaupa kínverska bílaframleiðandans Dongfeng og franska ríkisins á sitthvorum 14% hlutnum í bíladeild PSA fyrr á þessu ári.
Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent