Hiddink: Svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2014 19:41 Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu. „Ég viðurkenni það alveg að ég er svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið því að þeir eru með fullt hús eftir tvo leiki," sagði Guus Hiddink. Ísland er á toppnum með 6 stig og markatöluna 6-0 en hollenska liðið hefur "bara" þrjú stig og er búið að fá á sig þrjú mörk. „Íslenska landsliðið er ekki bara meðalgott lið, því þetta er baráttuglatt lið sem ofan á það getur einnig spilað fótbolta. Þeir hafa bæði hæfileikaríka leikmenn og skapandi leikmenn," sagði Hiddink og bætti við: „Fremstu menn liðsins halda alltaf áfram að vinna og að reyna að skapa eitthvað. Þeir láta varnarlínuna aldrei í friði," sagði Hiddink. „Ísland er með ferskt lið sem hefur þegar náð sér í nokkra reynslu, bæði í lokakeppni yngri landsliða en einnig með því að spila í sterkum deildum," sagði Guus Hiddink. Það má sjá Guus Hiddink á blaðamannafundinum með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 19:29 Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. 12. október 2014 18:45 Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland. 12. október 2014 16:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. 12. október 2014 15:30 Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben. 12. október 2014 22:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Guus Hiddink, þjálfari hollenska landsliðsins, hitti her hollenska blaðamanna fyrir æfingu liðsins í kvöld og blaðamannafundur hans fór að mestu fram á hollensku. Hiddink svaraði þó einni spurningu á ensku og hrósaði þar íslenska landsliðinu. „Ég viðurkenni það alveg að ég er svolítið öfundsjúkur út í íslenska liðið því að þeir eru með fullt hús eftir tvo leiki," sagði Guus Hiddink. Ísland er á toppnum með 6 stig og markatöluna 6-0 en hollenska liðið hefur "bara" þrjú stig og er búið að fá á sig þrjú mörk. „Íslenska landsliðið er ekki bara meðalgott lið, því þetta er baráttuglatt lið sem ofan á það getur einnig spilað fótbolta. Þeir hafa bæði hæfileikaríka leikmenn og skapandi leikmenn," sagði Hiddink og bætti við: „Fremstu menn liðsins halda alltaf áfram að vinna og að reyna að skapa eitthvað. Þeir láta varnarlínuna aldrei í friði," sagði Hiddink. „Ísland er með ferskt lið sem hefur þegar náð sér í nokkra reynslu, bæði í lokakeppni yngri landsliða en einnig með því að spila í sterkum deildum," sagði Guus Hiddink. Það má sjá Guus Hiddink á blaðamannafundinum með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 19:29 Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. 12. október 2014 18:45 Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland. 12. október 2014 16:30 Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15 Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. 12. október 2014 15:30 Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben. 12. október 2014 22:30 Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12 Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Sjá meira
Deilur Van Persie og Huntelaar í aðalhlutverki á blaðamannafundi Hiddink Það er spenna í kringum hollenska landsliðið í fótbolta sem er komið til Íslands til að spila við íslenska landsliðið á Laugardalsvellinum á morgun. 12. október 2014 19:29
Gylfi: Ætlum að spila okkar sóknarbolta þegar við fáum tækifæri á því Gylfi Þór Sigurðsson gerir allt til þess að vera leikfær fyrir leikinn á móti Hollandi á morgun en hann meiddist á ökkla í upphafi leiks á móti Lettlandi. Gylfi hélt áfram og fór ekki útaf fyrr en að sigurinn var svo gott sem í höfn. 12. október 2014 18:45
Rúrik: Erum ekki eins og gamla Ísland Rúrik Gíslason, vængmaður íslenska landsliðsins, segir að íslenska landsliðið í dag spili ekki eins fótbolta og "gamla" Ísland. 12. október 2014 16:30
Gylfi bara á strigaskónum á æfingunni Íslenska karlalandsliðið æfði í dag á Laugardalsvellinum og margra augu voru á Gylfa Þór Sigurðssyni sem meiddist í sigurleiknum í Lettlandi á föstudagskvöldið. Framundan er leikur við Hollendinga á morgun. 12. október 2014 12:15
Aron Einar: Farnir að venjast fullum Laugardalsvelli Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, segir að leikmenn liðsins séu allir á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun í undankeppni EM 2016. 12. október 2014 15:30
Ragnar: Ætlum að spila góðan sóknarleik Ragnar Sigurðsson, varnarjaxl Íslands, er spenntur að spila gegn eins sterkum leikmönnum og Robin van Persie og Arjen Robben. 12. október 2014 22:30
Þurftu að redda 26 skópörum fyrir landsliðsstrákana og tókst það Íslensku landsliðsmennirnir mættu ekki skólausir á æfingu liðsins í dag þrátt fyrir að stór hluti af takkaskóm íslenska liðsins hafi verið eftir í Riga þegar leiguvél Estonian Air flutti liðið til Íslands í gær. 12. október 2014 13:12
Unnu í ökklanum hans Gylfa langt fram á nótt - Engir "sjensar“ teknir Gylfi Þór Sigurðsson spilaði í gegnum ökklameiðsli í sigrinum á Lettland á föstudagskvöldið. Það kom honum því ekki mikið á óvart að fyrsta spurning blaðamanns væri um ökklann. 12. október 2014 15:05