Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, leit við í Laugardalnum í kvöld og náði myndum af hollensku stórstjörnunum ná úr sér mestu flugþreytunni en það var nokkuð greinilegt að Hollendingunum var svolítið kalt í kvöld.
Hollenska landsliðið hefur mátt þola gagnrýni fyrir fyrstu leiki sína í undankeppninni, fyrst tapaði liðið á móti Tékklandi og svo vann liðið 3-1 heimasigur á Kasakstan eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik.
Myndir Vilhelms Gunnarssonar eru hér fyrir neðan en það er mikil pressa á hollenska landsliðinu fyrir leikinn á morgun.







