Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2014 21:34 Emil tekur skot á markið. Vísir/andri marinó „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
„Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Sjá meira
Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12
Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30