En hvað er að því hvernig við öndum? Guðni Gunnarsson skrifar 14. október 2014 11:00 visir/getty Við öndum yfirleitt hratt og grunnt. Við fáum lítið súrefni og skilum litlu magni af koltvísýringi frá okkur. Útkoman er því súrefnissveltur líkami og uppsöfnun eiturefna. Hver einasta fruma í líkamanum þarfnast súrefnis og lífskraftur þinn er afleiðing heilsu allra fruma í líkama þínum. Grunn öndun þjálfar lungun ekki eins mikið og djúp öndun; lungun missa því smátt og smátt virkni sína sem orsakar frekari minnkun á lífskrafti líkamans. Dýr sem anda hægt og jafnt lifa lengst; fílinn er gott dæmi um þetta. Við þurfum að anda hægar og dýpra ef við viljum viðhalda velsæld og jöfnu orkuflæði. Hröð og grunn öndun orsakar súrefnissvelti sem minnkar lífskraftinn og ýtir undir hrörnun, veikt ónæmiskerfi og fjölda annarra þátta. Af hverju öndum við hratt og grunnt? Það eru margar ástæður fyrir því og hér teljum við upp þær helstu:1. Við erum oft að flýta okkur. Öndunin og hreyfingarnar fylgja þessu ferli og þeim hraða sem þar ríkir.2. Sú aukna streita sem fylgir nútímalífsstíl gerir að verkum að við öndum hraðar og grynnra.3. Við komumst auðveldlega í uppnám. Við verðum auðveldlega æst og reið og völdum okkur streitu með viðhorfum skorts.4. Tækni og sjálfvirkni hefur minnkað þörfina fyrir hreyfingu. Líkaminn tekur aðeins inn nægilegt loft til að lifa af, vitandi eða óafvitandi, til að viðhalda því lífi sem við höfum hannað.5. Við vinnum meira og meira innandyra. Þetta hefur áhrif á gæði þess súrefnis sem við innbyrðum. Á leið okkar í gegnum lífið verður þessi grunna öndun okkur vanabundin og ef við gerum ekki eitthvað til að snúa henni til betri vegar getur þessi hegðun orsakað varanlega skerta getu og hæfni. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessu við. Til að geta breytt þessum vana þurfum við að viðurkenna þörfina á breytingu og kynnast því af eigin raun hverjir eru kostir þess að anda djúpt og hægt. Við verðum líka að taka ákvörðun um að velja velsæld og auka þannig markvisst súrefnishæfni líkamans, þannig að við getum unnið úr því ljósi og lífafli sem öndunin færir okkur. Í þessu samhengi eins og öðru fær enginn umfram heimild – við leyfum okkur ekki meira súrefni heldur en ljós, fjármagn eða hamingju. Koltvísýringur er eitt mikilvægasta efni líkamans því það stýrir mörgum af efnasamböndum hans. Kol- tvísýringur er nauðsynlegur fyrir alla starfsemi hjartans, æðakerfisins og öndunarfæra líkamans. Koltvísýringur gerir súrefninu kleift að vinna sitt starf af skilvirkni og í raun þurfum við meira af koltvísýringi en af súrefni. Ef við öndum of hratt, þ.e. meira en líkaminn þarfnast, þá erum við í raun að fá of lítið súrefni, í stað of mikils. Þetta gerist vegna þess að líkaminn þarf á vissu magni koltvísýrings að halda í blóðinu svo að rauðu blóðkornin geti dreift því magni súrefnis sem við þurfum á að halda. Ef við öndum of hratt eða of mikið miðað við súrefnis- hæfni, þá raskast jafnvægið á milli koltvísýringsins og súrefnisins í blóðinu. Þótt við öndum að okkur meira súrefni þá erum við á sama tíma að anda frá okkur meiri koltvísýringi. Með minni koltvísýringi minnkar geta líkamans til upptöku á súrefninu sem við öndum að okkur. Það er ákveðið lágmark af koltvísýringi í líkamanum sem við getum ekki farið niður fyrir svo að líkamsstarfsemin raskist ekki. Þegar við förum niður fyrir lágmarkið þá eykst samspil súrefnis og rauðu blóðkornanna (sem flytur súrefnið um blóðrás líkamans.) Með öðrum orðum: Rauðu blóðkornin sleppa ekki súrefninu sem þau flytja um blóðrásina, sem gerir frumum heilans, hjartans, lifrarinnar og annarra hluta líkamans erfitt fyrir um súrefnistöku. Öndun í gegnum nefgöngin hægir hjartsláttinn og lækkar blóðþrýstinginn. Slík öndun minnkar einnig breidd alfa og beta sveiflna í heilanum. Þar af leiðandi eykur öndun í gegnum nefgöngin almennt ró í líkamanum. Umfang öndunar er umfang lífsins. Með önduninni færum við líkamanum súrefni og lífafl (orkuflæði) sem blæs nýju lífi í allar frumur líkamans. Lífafl flyst inn í líkamann með súrefninu. Jafnvægi í lífinu fæst með því að framkvæma öndunina í vitund. Lífaflið stjórnar öllum gjörðum líkamans, ómeðvit- uðum eða í vitund. Að hafa stjórn á eigin lífafli þýðir einfaldlega betri stjórn á allri starfsemi líkamans, s.s. öndun, blóðrásarkerfi, meltingarfærum, kirtlastarfsemi og taugastarfsemi. Lífaflið styrkir ónæmiskerfið og er því forsenda heilbrigðis og mótspyrnu líkamans gegn sjúkdómum. Að lifa í trausti og viðhorfi velsældar og notast við hæga, djúpa og markvissa öndun styður við vitund okkar og þar með athygli, einbeitingu og öfluga heilastarfsemi. Kærleikur,Guðni Heilsa Tengdar fréttir Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00 Hvernig andar þú? Meðalmanneskja andar á milli 18–30.000 sinnum á hverjum degi. Meðaltalið er u.þ.b. 24.000 andardrættir á einum sólarhring. Hver einasti andardráttur er tækifæri til vera í vitund og blása upp allar frumur líkamans og fylla þær af orku. Hvernig andar þú? Hvernig nýtir þú þessi 24.000 tækifæri? 7. október 2014 09:00 Um gervisykur Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. 23. september 2014 09:00 Mjólk eða eyðilögð mjólk? Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. 29. september 2014 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Við öndum yfirleitt hratt og grunnt. Við fáum lítið súrefni og skilum litlu magni af koltvísýringi frá okkur. Útkoman er því súrefnissveltur líkami og uppsöfnun eiturefna. Hver einasta fruma í líkamanum þarfnast súrefnis og lífskraftur þinn er afleiðing heilsu allra fruma í líkama þínum. Grunn öndun þjálfar lungun ekki eins mikið og djúp öndun; lungun missa því smátt og smátt virkni sína sem orsakar frekari minnkun á lífskrafti líkamans. Dýr sem anda hægt og jafnt lifa lengst; fílinn er gott dæmi um þetta. Við þurfum að anda hægar og dýpra ef við viljum viðhalda velsæld og jöfnu orkuflæði. Hröð og grunn öndun orsakar súrefnissvelti sem minnkar lífskraftinn og ýtir undir hrörnun, veikt ónæmiskerfi og fjölda annarra þátta. Af hverju öndum við hratt og grunnt? Það eru margar ástæður fyrir því og hér teljum við upp þær helstu:1. Við erum oft að flýta okkur. Öndunin og hreyfingarnar fylgja þessu ferli og þeim hraða sem þar ríkir.2. Sú aukna streita sem fylgir nútímalífsstíl gerir að verkum að við öndum hraðar og grynnra.3. Við komumst auðveldlega í uppnám. Við verðum auðveldlega æst og reið og völdum okkur streitu með viðhorfum skorts.4. Tækni og sjálfvirkni hefur minnkað þörfina fyrir hreyfingu. Líkaminn tekur aðeins inn nægilegt loft til að lifa af, vitandi eða óafvitandi, til að viðhalda því lífi sem við höfum hannað.5. Við vinnum meira og meira innandyra. Þetta hefur áhrif á gæði þess súrefnis sem við innbyrðum. Á leið okkar í gegnum lífið verður þessi grunna öndun okkur vanabundin og ef við gerum ekki eitthvað til að snúa henni til betri vegar getur þessi hegðun orsakað varanlega skerta getu og hæfni. Góðu fréttirnar eru þær að við getum snúið þessu við. Til að geta breytt þessum vana þurfum við að viðurkenna þörfina á breytingu og kynnast því af eigin raun hverjir eru kostir þess að anda djúpt og hægt. Við verðum líka að taka ákvörðun um að velja velsæld og auka þannig markvisst súrefnishæfni líkamans, þannig að við getum unnið úr því ljósi og lífafli sem öndunin færir okkur. Í þessu samhengi eins og öðru fær enginn umfram heimild – við leyfum okkur ekki meira súrefni heldur en ljós, fjármagn eða hamingju. Koltvísýringur er eitt mikilvægasta efni líkamans því það stýrir mörgum af efnasamböndum hans. Kol- tvísýringur er nauðsynlegur fyrir alla starfsemi hjartans, æðakerfisins og öndunarfæra líkamans. Koltvísýringur gerir súrefninu kleift að vinna sitt starf af skilvirkni og í raun þurfum við meira af koltvísýringi en af súrefni. Ef við öndum of hratt, þ.e. meira en líkaminn þarfnast, þá erum við í raun að fá of lítið súrefni, í stað of mikils. Þetta gerist vegna þess að líkaminn þarf á vissu magni koltvísýrings að halda í blóðinu svo að rauðu blóðkornin geti dreift því magni súrefnis sem við þurfum á að halda. Ef við öndum of hratt eða of mikið miðað við súrefnis- hæfni, þá raskast jafnvægið á milli koltvísýringsins og súrefnisins í blóðinu. Þótt við öndum að okkur meira súrefni þá erum við á sama tíma að anda frá okkur meiri koltvísýringi. Með minni koltvísýringi minnkar geta líkamans til upptöku á súrefninu sem við öndum að okkur. Það er ákveðið lágmark af koltvísýringi í líkamanum sem við getum ekki farið niður fyrir svo að líkamsstarfsemin raskist ekki. Þegar við förum niður fyrir lágmarkið þá eykst samspil súrefnis og rauðu blóðkornanna (sem flytur súrefnið um blóðrás líkamans.) Með öðrum orðum: Rauðu blóðkornin sleppa ekki súrefninu sem þau flytja um blóðrásina, sem gerir frumum heilans, hjartans, lifrarinnar og annarra hluta líkamans erfitt fyrir um súrefnistöku. Öndun í gegnum nefgöngin hægir hjartsláttinn og lækkar blóðþrýstinginn. Slík öndun minnkar einnig breidd alfa og beta sveiflna í heilanum. Þar af leiðandi eykur öndun í gegnum nefgöngin almennt ró í líkamanum. Umfang öndunar er umfang lífsins. Með önduninni færum við líkamanum súrefni og lífafl (orkuflæði) sem blæs nýju lífi í allar frumur líkamans. Lífafl flyst inn í líkamann með súrefninu. Jafnvægi í lífinu fæst með því að framkvæma öndunina í vitund. Lífaflið stjórnar öllum gjörðum líkamans, ómeðvit- uðum eða í vitund. Að hafa stjórn á eigin lífafli þýðir einfaldlega betri stjórn á allri starfsemi líkamans, s.s. öndun, blóðrásarkerfi, meltingarfærum, kirtlastarfsemi og taugastarfsemi. Lífaflið styrkir ónæmiskerfið og er því forsenda heilbrigðis og mótspyrnu líkamans gegn sjúkdómum. Að lifa í trausti og viðhorfi velsældar og notast við hæga, djúpa og markvissa öndun styður við vitund okkar og þar með athygli, einbeitingu og öfluga heilastarfsemi. Kærleikur,Guðni
Heilsa Tengdar fréttir Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00 Hvernig andar þú? Meðalmanneskja andar á milli 18–30.000 sinnum á hverjum degi. Meðaltalið er u.þ.b. 24.000 andardrættir á einum sólarhring. Hver einasti andardráttur er tækifæri til vera í vitund og blása upp allar frumur líkamans og fylla þær af orku. Hvernig andar þú? Hvernig nýtir þú þessi 24.000 tækifæri? 7. október 2014 09:00 Um gervisykur Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. 23. september 2014 09:00 Mjólk eða eyðilögð mjólk? Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. 29. september 2014 11:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Um sykur, kolvetni, sterkju, glúkósa og frúktosa Þannig er alger grundvallarmunur á því að innbyrða 20 grömm af unnum sykri úr gosdrykk og innbyrða sama magn úr ávöxtum og grænmeti. 15. september 2014 11:00
Hvernig andar þú? Meðalmanneskja andar á milli 18–30.000 sinnum á hverjum degi. Meðaltalið er u.þ.b. 24.000 andardrættir á einum sólarhring. Hver einasti andardráttur er tækifæri til vera í vitund og blása upp allar frumur líkamans og fylla þær af orku. Hvernig andar þú? Hvernig nýtir þú þessi 24.000 tækifæri? 7. október 2014 09:00
Um gervisykur Það hljómar afskaplega vel í margra eyrum að geta gætt sér á einhverju sem bragðast eins og sykur en er ekki stút- fullt af hitaeiningum. 23. september 2014 09:00
Mjólk eða eyðilögð mjólk? Yfir það heila tekið mæli ég ekki gegn mjólkurvörum. En þær reynast mörgum erfiðar í maga og magnið af viðbættum sykri og aukefnum er slíkt að margar þeirra geta ekki talist heilnæmar. 29. september 2014 11:00