Íslendingar byrjuðu leikinn af krafti og Gylfi Þór Sigurðsson náði forystunni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason náði í. Gylfi var ekki hættur því hann bætti við marki á 42. mínútu með skoti úr vítateignum.
Hollenskir fjölmiðlar fara ófögrum orðum um landsliðið í dag og mikið er rætt og ritað um framtíð Guus Hiddink, þjálfara liðsins.
Úrslit gærkvöldsins fóru ekki framhjá skopmyndateiknaranum Omar Momani, en skopmyndir hans hafa m.a. birst á vefmiðlinum Goal.com.
Momani hefur nú gert sigri Íslands á Hollandi í gær skil í skopmynd eins og sjá má hér að neðan.
De nederlaag van #Oranje uitgebeeld door @omomani #ijsned pic.twitter.com/XtGJeQLrjA
— Goal Nederland (@GoalNederland) October 14, 2014