Guardiola hefur áhuga á að stýra Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. október 2014 08:24 Guardiola á Old Trafford 4. maí 2011. Vísir/Getty Í nýrri bók um fyrsta tímabil Pep Guardiola við stjórnvölinn hjá Bayern München, Pep Confidential: The Inside Story of Pep Guardiola's First Season at Bayern München, kemur fram að Spánverjinn hafi áhuga á að stýra Manchester United einn daginn. Guardiola var ásamt Manuel Estiarte, aðstoðarmanni sínum og vini, á meðal áhorfenda á Old Trafford þegar United vann öruggan sigur á Schalke 04 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2011 og hreifst af andrúmsloftinu á vellinum. „Þetta var 4. maí 2011, þeir sátu saman í stúkunni á Old Trafford og horfðu á lið Sir Alex Ferguson vinna Schalke 4-1,“ segir í bókinni. „Pep sneri sér enn einu sinni að Estiarte og sagði: „Ég er hrifinn að andrúmsloftinu hér. Ég gæti vel hugsað mér að þjálfa hér einn daginn.“ Pep hefur alltaf dást af, og nánast borið lotningu, fyrir stærstu liðum og leikmönnum Evrópu.“ Guardiola var þegar búinn að semja við Bayern München þegar Ferguson settist í helgan stein vorið 2013, en Spánverjinn var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá United þegar David Moyes var rekinn í apríl á þessu ári. Í bókinni fullyrðir höfundurinn, Marti Perarnau, að bæði Manchester City og Chelsea hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Guardiola veturinn 2012-13, þegar Spánverjinn tók sér frí frá þjálfun eftir að hafa náð frábærum árangri með Barcelona. Ensku liðunum tókst þó ekki að freista Guardiola sem samdi við Bayern í desember 2012. Bók Perarnau fer í sölu í dag, en við ritun hennar fékk hann fullt aðgengi að vini sínum, Guardiola, og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá þýska stórveldinu. Bayern vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Guardiola við stjórnvölinn, en þegar þessi orð eru skrifuð situr Bayern í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö umferðir. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira
Í nýrri bók um fyrsta tímabil Pep Guardiola við stjórnvölinn hjá Bayern München, Pep Confidential: The Inside Story of Pep Guardiola's First Season at Bayern München, kemur fram að Spánverjinn hafi áhuga á að stýra Manchester United einn daginn. Guardiola var ásamt Manuel Estiarte, aðstoðarmanni sínum og vini, á meðal áhorfenda á Old Trafford þegar United vann öruggan sigur á Schalke 04 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu vorið 2011 og hreifst af andrúmsloftinu á vellinum. „Þetta var 4. maí 2011, þeir sátu saman í stúkunni á Old Trafford og horfðu á lið Sir Alex Ferguson vinna Schalke 4-1,“ segir í bókinni. „Pep sneri sér enn einu sinni að Estiarte og sagði: „Ég er hrifinn að andrúmsloftinu hér. Ég gæti vel hugsað mér að þjálfa hér einn daginn.“ Pep hefur alltaf dást af, og nánast borið lotningu, fyrir stærstu liðum og leikmönnum Evrópu.“ Guardiola var þegar búinn að semja við Bayern München þegar Ferguson settist í helgan stein vorið 2013, en Spánverjinn var einnig orðaður við stjórastöðuna hjá United þegar David Moyes var rekinn í apríl á þessu ári. Í bókinni fullyrðir höfundurinn, Marti Perarnau, að bæði Manchester City og Chelsea hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráða Guardiola veturinn 2012-13, þegar Spánverjinn tók sér frí frá þjálfun eftir að hafa náð frábærum árangri með Barcelona. Ensku liðunum tókst þó ekki að freista Guardiola sem samdi við Bayern í desember 2012. Bók Perarnau fer í sölu í dag, en við ritun hennar fékk hann fullt aðgengi að vini sínum, Guardiola, og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá þýska stórveldinu. Bayern vann bæði deild og bikar á fyrsta tímabili Guardiola við stjórnvölinn, en þegar þessi orð eru skrifuð situr Bayern í toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig eftir sjö umferðir.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Sjá meira