Landsliðsmaður vill hjálpa efnaminni foreldrum Anton Ingi Leifsson skrifar 18. október 2014 11:30 Vísir/Andri Marinó Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, landsliðsframherji Íslands, hefur sett af stað Styrktarsjóð sem ber nafnið: Knattspyrna fyrir alla. Þar vill Jón Daði hjálpa þeim sem eiga minna á milli handanna að spila þessa fallegu íþrótt. „Ég var vanur að fara á flesta landsleik iþegar ég var yngri. Síðan er maður allt í einu farinn að spila í bláu treyjunni og ef ég ætti að reyna að setja upplifunina, hvernig það er að vera inni á vellinum, í orð þá er þetta adrenalínsprauta allar 90 mínúturnar – sérstaklega núna gegn Hollendingum. Stuðningurinn og hvatningin úr stúkunni var svo geggjuð,“ sagði Jón Daði í viðtali við Morgunblaðið. Jón Daði lýsir félagi hans í Noregi dálítið eins og Liverpool; miklar væntingar, en rætist lítið úr þeim. „Viking er svolítið líkt Liverpool á Englandi. Það eru gerðar alveg rosalega miklar væntingar til félagsins en svo verður lítið úr þeim. Það eru oft mikil vonbrigði eftir tímabilin. Þetta er lið sem stefnir á toppinn en það hefur ekki gengið undanfarin ár. Þetta er stór klúbbur og mikil pressa á leikmönnum liðsins.“ „Við byrjuðum vel, eiginlega alveg fáránlega vel. Svo skyndilega hvarf meðbyrinn og við erum búnir að tapa fimm leikjum í röð – sem er mjög dapurt. Það þarf að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað við þurfum að gera." „Ég hef ekkert heyrt. Ég er með umboðsmann og það er yfirleitt sest niður eftir tímabilið. Ég nenni ekki að pæla í næstu skrefum fyrr en tímabilið er búið, en ég er bjartsýnn á að það sé einhver áhugi.“„Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð.“ Jón Daði hefur sett á laggirnar styrktarsjóð sem ber nafnið Knattspyrna fyrir alla þar sem hann vill hjálpa þeim sem minna mega sín að geta stundað knattspyrnu, þrátt fyrir fjárhag. „Ég þekki það alveg að það getur verið erfitt fyrir fjölskyldur að kaupa takkaskó og borga keppnisferðir fyrir krakka. Þegar ég var gutti voru fjármál fjölskyldunnar ekkert brjálæðislega góð. Það var stundum vesen að borga fyrirkeppnisferðir, takkaskór eru dýrir og allt þetta aukalega er mjög dýrt." „Mig langaði að geta hjálpað krökkum sem eru í þannig aðstæðum .Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Sjóðurinn er ekki alveg kominn á koppinn en uppleggið er þannig að fólk mætir og sækir um styrk, svo er það metið og fólkinu rétt hjálparhönd." „Kannski vantar þessa litlu hluti sem geta samt verið svo stórir fyrir fólk sem er ekki með mikið á milli handanna. Þetta er dýr íþrótt og mikið tilstand á bak við hvert mót. Æfingar, gallar, takkaskór,nesti, þjálfarar, gisting og fleira. Þetta safnast saman og er ekkert endilega á allrafæri," sagði Jón Daði að lokum í samtali við Benedikt Bóas á Morgunblaðinu.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti