Allir geta orðið meistarar Birta Björnsdóttir skrifar 1. október 2014 14:00 Meistaramánuður hófst formlega í dag. Sumir eflaust iða í skinninu og geta ekki beðið eftir að takast á við sjálfskipaðar áskoranir um að verða enn betri útgáfa af sjálfum sér. Aðrir blása á hópefli af þessu tagi, og gefa lítið fyrir slíkt og gera í því að deila myndum af frönskum og bjór á samskiptamiðlum í októbermánuði. En hvað er þessi Meistaramánuður, og er þetta fyrir alla eða aðeins einhver útvalin hreystimenni eða fólk sem glímir við stórvægileg vandamál? „Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. Framtakið á uppruna sinn að rekja aftur til ársins 2008 þegar Þorsteinn og nokkrir félagar hans voru orðnir þreyttir á að vera framlágir og óútsonfir á hverjum morgni. Þeir ákváðu að lifa heilsusamlegra líferni, stunda reglulega hreyfingu og sleppa öllu áfengi. Ári síðar vildu fleiri vinir þeirra taka þátt í þessu með þeim og fyrir fjórum árum ákváðu þeir að kanna hvort almenningingur hefði áhuga á að taka einnig þátt. „Viðtökurnar létu ekki á sér standa. Samskiptamiðlar voru að byrja að vera í almennri notkun og þannig varð auðveldara að ná til fjöldans auk þess sem lífleg umræða skapaðist,“ segir Þorsteinn. Meistaramánuður er sannarlega farinn að festa sig í sessi og hefur bæði verið tekinn fyrir í Áramótaskaupinu og Spaugstofunni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Sem fyrr segir geta allir tekið þátt í Meistaramánuði, hver á sínum forsendum. Skráning fer fram á heimasíðunni meistaramanudur.is, en þar er einnig að finna ýmiskonar fróðleik og gagnleg ráð. Þar má meðal annars nálgast hlaupaprógramm frá Kára Steini Karlssyni, sem ætti að vita sitthvað um hlaup og sundmanninum Jakobi Jóhanni Sveinssyni. Þar er einnig að finna dagatal þar sem hver og einn getur skrifað inn sín daglegu markmið og strikað út þá daga sem viðkomandi hefur komist í gegnum. Þá verður einnig boðið uppá þá nýjung í ár að senda meisturum hvetjandi tölvupósta. Og Þorsteinn ætlar að sjálfsögðu sjálfur að setja sér markmið fyrir mánuðinn, en að þessu sinni er innblásturinn kominn frá fjármálaráðherra þjóðarinnar. „Ég sá viðtal við Bjarna Benediktsson einhverntíman þar sem hann sagðist aldrei hafa náð almennilegum tökum á skriðsundi. Ég hugsaði að það sama mætti segja um mig svo ég ætla að skrá mig á skriðsundsnámskeið í október, segir Þorsteinn. Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Meistaramánuður hófst formlega í dag. Sumir eflaust iða í skinninu og geta ekki beðið eftir að takast á við sjálfskipaðar áskoranir um að verða enn betri útgáfa af sjálfum sér. Aðrir blása á hópefli af þessu tagi, og gefa lítið fyrir slíkt og gera í því að deila myndum af frönskum og bjór á samskiptamiðlum í októbermánuði. En hvað er þessi Meistaramánuður, og er þetta fyrir alla eða aðeins einhver útvalin hreystimenni eða fólk sem glímir við stórvægileg vandamál? „Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. Framtakið á uppruna sinn að rekja aftur til ársins 2008 þegar Þorsteinn og nokkrir félagar hans voru orðnir þreyttir á að vera framlágir og óútsonfir á hverjum morgni. Þeir ákváðu að lifa heilsusamlegra líferni, stunda reglulega hreyfingu og sleppa öllu áfengi. Ári síðar vildu fleiri vinir þeirra taka þátt í þessu með þeim og fyrir fjórum árum ákváðu þeir að kanna hvort almenningingur hefði áhuga á að taka einnig þátt. „Viðtökurnar létu ekki á sér standa. Samskiptamiðlar voru að byrja að vera í almennri notkun og þannig varð auðveldara að ná til fjöldans auk þess sem lífleg umræða skapaðist,“ segir Þorsteinn. Meistaramánuður er sannarlega farinn að festa sig í sessi og hefur bæði verið tekinn fyrir í Áramótaskaupinu og Spaugstofunni, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Sem fyrr segir geta allir tekið þátt í Meistaramánuði, hver á sínum forsendum. Skráning fer fram á heimasíðunni meistaramanudur.is, en þar er einnig að finna ýmiskonar fróðleik og gagnleg ráð. Þar má meðal annars nálgast hlaupaprógramm frá Kára Steini Karlssyni, sem ætti að vita sitthvað um hlaup og sundmanninum Jakobi Jóhanni Sveinssyni. Þar er einnig að finna dagatal þar sem hver og einn getur skrifað inn sín daglegu markmið og strikað út þá daga sem viðkomandi hefur komist í gegnum. Þá verður einnig boðið uppá þá nýjung í ár að senda meisturum hvetjandi tölvupósta. Og Þorsteinn ætlar að sjálfsögðu sjálfur að setja sér markmið fyrir mánuðinn, en að þessu sinni er innblásturinn kominn frá fjármálaráðherra þjóðarinnar. „Ég sá viðtal við Bjarna Benediktsson einhverntíman þar sem hann sagðist aldrei hafa náð almennilegum tökum á skriðsundi. Ég hugsaði að það sama mætti segja um mig svo ég ætla að skrá mig á skriðsundsnámskeið í október, segir Þorsteinn.
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00