Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍR 24-28 | Fyrsta tap FH Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 2. október 2014 15:09 Vísir/Andri Marinó ÍR-ingar unnu sinn þriðja leik a tímabilinu þegar þeir lögðu FH að velli í Kaplakrika, 24-28. ÍR er eftir sem áður í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Aftureldingar. FH-ingar, sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, eru hins vegar með fimm stig í fjórða sæti. Fyrri hálfleikurinn var eign gestanna úr Breiðholtinu. Þeir léku mjög sterka 5-1 vörn og fyrir aftan hana var Svavar Már Ólafsson í miklum ham, en hann varði tólf skot í fyrri hálfleik, eða 57% allra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur FH var að sama skapi afar ómarkviss. Leikmönnum heimaliðsins voru mislagðar hendur og tapaðir boltar og örvæntingarfull skot voru algeng sjón. Lykilmenn á borð Magnús Óla Magnússon, Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson voru langt frá sínu besta og FH-ingar áttu fá svör við sterkum varnarleik ÍR-inga. Sóknarleikur ÍR var að stærstum hluta góður, en Björgvin Hólmgeirsson var öflugur og FH-ingar áttu í miklum vandræðum með að verjast honum. Björgvin var markahæstur Breiðhyltinga í hálfleik með fjögur mörk, líkt og Arnar Birkir Hálfdánarson. Staðan var 9-15 í leikhléi, en FH-ingurinn Ísak Rafnsson skoraði lokamark fyrri hálfleik með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Það var allt annað að sjá FH í byrjun seinni hálfleiks, vörnin var þéttari og sóknarleikurinn mun betri. Halldór Ingi Jónasson kom sterkur inn í hægra hornið og skoraði þrjú af fjórum fyrstu mörkum FH í seinni hálfleik. Heimamenn söxuðu jafnt og þétt á forskot Breiðhyltinga og náðu loks að jafna í 18-18. Ásbjörn fór mikinn á þessum kafla og svo virtist sem hann væri að leiða FH-liðið til sigurs. En ÍR-ingar voru ekki á sama máli. Eftir að Ásbjörn kom FH yfir, 20-19, fóru gestirnir aftur í gang; vörnin skellti í lás, Svavar varði mikilvæg skot og í sókninni lét Arnar Birkir til sín taka. ÍR-ingar unnu síðustu tólf mínúturnar 4-9 og leikinn að lokum með fjórum mörkum, 24-28. Svavar Már átti frábæran dag í marki ÍR, en hann var með 48% markvörslu í leiknum. Björgvin og Arnar Birkir voru atkvæðamestir í sóknarleiknum, en þeir skoruðu báðir átta mörk. Ásbjörn var, sem áður sagði, bestur í liði FH í kvöld, en hann var markahæstur Hafnfirðinga með sex mörk. Þá átti Ágúst Elí Björgvinsson góða innkomu í markið.Bjarni: Fyrri hálfleikurinn var frábær Bjarni Fritzson, annar þjálfari og leikmaður ÍR, var skiljanlega sáttur með stigin tvö sem Breiðhyltingar náðu í í Kaplakrika í kvöld. Hann sagði fyrri hálfleikinn hafa verið frábæran. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, alveg frábær; varnar- og sóknarleikurinn og svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum. Við vorum hrikalega ánægðir með hann og við komum okkur í góða stöðu. „Við misstum dampinn aðeins í seinni hálfleik, en það er karakter í liðinu og þessir strákar eru með sigurhjarta. Við ætluðum okkur sigur og það gekk eftir,“ sagði Bjarni sem var ánægður með að sínir menn skildu halda haus þegar FH-ingar sóttu að þeim í seinni hálfleik. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði má alveg búast við að þeir nái áhlaupi, líkt og við náum okkar áhlaupi. Það kemur alltaf einhver sveifla í þetta. En við höfum mikla trú á liðinu og mikla trú á því sem við erum að gera.“ ÍR er með sjö stig í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bjarni kveðst sáttur með byrjun sinna manna. „Ég er ánægður með byrjunina og mjög glaður.“Ísak: Vorum ógeðslega lélegir Ísak Rafnsson var langt frá því að vera sáttur með leik FH gegn ÍR í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur með fyrri hálfleikinn, en FH-ingar voru sex mörkum undir eftir hann. „Við vorum ógeðslega lélegir í fyrri hálfleik, en náðum góðu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks. Því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. „Það er klisja að tala um að það hafi farið mikið púður í að koma til baka og við drulluðum bara upp á bak þegar mest á reyndi,“ sagði Ísak, en hvað fannst honum helst vera að í leik FH í kvöld? „Við vorum staðir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og létum brjóta á okkur. Vörnin var allt í lagi, en við fengnum enga varða bolta. Við þéttum vörnina í byrjun seinni hálfleiks og fengum markvörslu og hraðaupphlaup sem sárvantaði í fyrri hálfleik. „Við náðum að jafna og komast yfir og það var allt með okkur. En um leið og við fengum tvö mörk í bakið brotnuðum við. Þetta var ógeðslega lélegt og ég vil bara biðja þá FH-inga sem mættu á leikinn afsökunar á þessari frammistöðu,“ sagði Ísak að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu sinn þriðja leik a tímabilinu þegar þeir lögðu FH að velli í Kaplakrika, 24-28. ÍR er eftir sem áður í 2. sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Aftureldingar. FH-ingar, sem töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu, eru hins vegar með fimm stig í fjórða sæti. Fyrri hálfleikurinn var eign gestanna úr Breiðholtinu. Þeir léku mjög sterka 5-1 vörn og fyrir aftan hana var Svavar Már Ólafsson í miklum ham, en hann varði tólf skot í fyrri hálfleik, eða 57% allra skota sem hann fékk á sig. Sóknarleikur FH var að sama skapi afar ómarkviss. Leikmönnum heimaliðsins voru mislagðar hendur og tapaðir boltar og örvæntingarfull skot voru algeng sjón. Lykilmenn á borð Magnús Óla Magnússon, Ásbjörn Friðriksson og Ragnar Jóhannsson voru langt frá sínu besta og FH-ingar áttu fá svör við sterkum varnarleik ÍR-inga. Sóknarleikur ÍR var að stærstum hluta góður, en Björgvin Hólmgeirsson var öflugur og FH-ingar áttu í miklum vandræðum með að verjast honum. Björgvin var markahæstur Breiðhyltinga í hálfleik með fjögur mörk, líkt og Arnar Birkir Hálfdánarson. Staðan var 9-15 í leikhléi, en FH-ingurinn Ísak Rafnsson skoraði lokamark fyrri hálfleik með þrumuskoti beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var runninn út. Það var allt annað að sjá FH í byrjun seinni hálfleiks, vörnin var þéttari og sóknarleikurinn mun betri. Halldór Ingi Jónasson kom sterkur inn í hægra hornið og skoraði þrjú af fjórum fyrstu mörkum FH í seinni hálfleik. Heimamenn söxuðu jafnt og þétt á forskot Breiðhyltinga og náðu loks að jafna í 18-18. Ásbjörn fór mikinn á þessum kafla og svo virtist sem hann væri að leiða FH-liðið til sigurs. En ÍR-ingar voru ekki á sama máli. Eftir að Ásbjörn kom FH yfir, 20-19, fóru gestirnir aftur í gang; vörnin skellti í lás, Svavar varði mikilvæg skot og í sókninni lét Arnar Birkir til sín taka. ÍR-ingar unnu síðustu tólf mínúturnar 4-9 og leikinn að lokum með fjórum mörkum, 24-28. Svavar Már átti frábæran dag í marki ÍR, en hann var með 48% markvörslu í leiknum. Björgvin og Arnar Birkir voru atkvæðamestir í sóknarleiknum, en þeir skoruðu báðir átta mörk. Ásbjörn var, sem áður sagði, bestur í liði FH í kvöld, en hann var markahæstur Hafnfirðinga með sex mörk. Þá átti Ágúst Elí Björgvinsson góða innkomu í markið.Bjarni: Fyrri hálfleikurinn var frábær Bjarni Fritzson, annar þjálfari og leikmaður ÍR, var skiljanlega sáttur með stigin tvö sem Breiðhyltingar náðu í í Kaplakrika í kvöld. Hann sagði fyrri hálfleikinn hafa verið frábæran. „Fyrri hálfleikurinn var frábær, alveg frábær; varnar- og sóknarleikurinn og svo náðum við nokkrum hraðaupphlaupum. Við vorum hrikalega ánægðir með hann og við komum okkur í góða stöðu. „Við misstum dampinn aðeins í seinni hálfleik, en það er karakter í liðinu og þessir strákar eru með sigurhjarta. Við ætluðum okkur sigur og það gekk eftir,“ sagði Bjarni sem var ánægður með að sínir menn skildu halda haus þegar FH-ingar sóttu að þeim í seinni hálfleik. „Þegar þú spilar á móti svona góðu liði má alveg búast við að þeir nái áhlaupi, líkt og við náum okkar áhlaupi. Það kemur alltaf einhver sveifla í þetta. En við höfum mikla trú á liðinu og mikla trú á því sem við erum að gera.“ ÍR er með sjö stig í öðru sæti Olís-deildarinnar eftir fjórar umferðir. Bjarni kveðst sáttur með byrjun sinna manna. „Ég er ánægður með byrjunina og mjög glaður.“Ísak: Vorum ógeðslega lélegir Ísak Rafnsson var langt frá því að vera sáttur með leik FH gegn ÍR í kvöld. Hann var sérstaklega ósáttur með fyrri hálfleikinn, en FH-ingar voru sex mörkum undir eftir hann. „Við vorum ógeðslega lélegir í fyrri hálfleik, en náðum góðu áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks. Því miður náðum við ekki að fylgja því eftir. „Það er klisja að tala um að það hafi farið mikið púður í að koma til baka og við drulluðum bara upp á bak þegar mest á reyndi,“ sagði Ísak, en hvað fannst honum helst vera að í leik FH í kvöld? „Við vorum staðir í sóknarleiknum í fyrri hálfleik og létum brjóta á okkur. Vörnin var allt í lagi, en við fengnum enga varða bolta. Við þéttum vörnina í byrjun seinni hálfleiks og fengum markvörslu og hraðaupphlaup sem sárvantaði í fyrri hálfleik. „Við náðum að jafna og komast yfir og það var allt með okkur. En um leið og við fengum tvö mörk í bakið brotnuðum við. Þetta var ógeðslega lélegt og ég vil bara biðja þá FH-inga sem mættu á leikinn afsökunar á þessari frammistöðu,“ sagði Ísak að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira