Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg sem vann góðan útisigur á Lilleström í kvöld, 2-0.
Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Lilleström en var tekinn af velli á 81. mínútu. Bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik og það síðara í blálokin.
Rosbenborg er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig en Lilleström í því fimmta með 40 stig.
Gengi liðanna hefur þó verið ólíkt síðustu vikurnar en Rosenborg hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en Lilleström tapað þremur af síðustu fjórum.
