Hólmar Örn Eyjólfsson spilaði allan leikinn í vörn Rosenborg sem vann góðan útisigur á Lilleström í kvöld, 2-0.
Pálmi Rafn Pálmason var í byrjunarliði Lilleström en var tekinn af velli á 81. mínútu. Bæði mörk leiksins komu í síðari hálfleik og það síðara í blálokin.
Rosbenborg er í þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 48 stig en Lilleström í því fimmta með 40 stig.
Gengi liðanna hefur þó verið ólíkt síðustu vikurnar en Rosenborg hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum en Lilleström tapað þremur af síðustu fjórum.
Hólmar og félagar héldu hreinu
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn



Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti
