Ari Freyr Skúlason skoraði fyrsta mark OB sem lagði Silkeborg 2-0 í uppgjöri botnliða dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.
Ari skoraði strax á sjöundu mínútu leiksins eina mark fyrri hálfleiks. OB bætti við marki um miðjan seinni hálfleik og tryggði sér mikilvæg þrjú stig.
OB er komið með níu stig í tíu leikjum og lyfti sér úr ellefta sæti upp í það níunda. Silkeborg er á botninum í tólfta sæti með 4 stig.
