Lewis Hamilton vinnur í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 5. október 2014 08:04 Lewis Hamilton vann á Suzuka í mikilli bleytu. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Keppnin hófst fyrir aftan öryggisbílinn vegna mikillar rigningar. Þetta hefur ekki gerst síðan í Kanada 2011. Keppnin var stöðvuð á öðrum hring. Þá mynduðu allir bílar einfalda röð fyrir aftan öryggisbílinn. Veðurfarið hafði verið yfirvofandi síðan á fimmtudag. Hugmyndin með að senda bílana út á eftir öryggisbílnum er að reyna að hreinsa vatnið af brautinni. Keppnin var endurræst eftir um það bil 15 mínútur á þjónustusvæðinu. Fernando Alosno hætti á fyrsta hringnum eftir endurræsinguna. Bíllinn virðist hafa slökkt á sér. Á fimmta hring fóru ökumenn að heimta að losna við öryggisbílinn. „Brautinn verður ekkert betri,“ sagði Lewis Hamilton. Fleiri voru á sömu nótum. Hamilton ávarpaði svo Charlie Whiting beint í talstöðinni sem er afar óvenjulegt. Eftir níu hringi kom öryggisbíllinn inn. Jenson Button kom strax á eftir öryggisbílnum inn til að fá milli regndekk. Tvemur hringjum seinna komu flestir aðrir inn til að sækja milliregndekk. Button veðjaði á rétt dekk, hann var í sjöunda sæti þegar hann kom inn fyrir milliregndekk. Eftir að allir höfðu skipt um dekk var Button þriðji. Red Bull liðið stillti bílunum sínum upp fyrir keppni í rigningu. Það þýðir að þeir voru hægari en ella í tímatökunni en höfðu meira grip fyrir vikið í keppninni.Vettel var sprækur í rigningunni í dag.Vísir/GettyHamilton náði forystu á 28. hring. Rosberg var búinn að berjast við bílinn nokkra hringi. Gripið í dekkjum Rosberg Rosberg var búið. Á hring 35 fór að dropa aftur. Ökumenn þurftu að tippla meira á tánum í beygjum til að halda bílum sínum á brautinni. Adrian Sutil lenti á varnarvegg í stjórnlausum bíl á 42. hring. Jules Bianchi á Marussia lenti í óhappi á sama stað skömmu seinna. Á sama tíma skiptu McLaren menn yfir á full regndekk aftur. Öryggisbíllinn kom út og margir skiptu þá yfir á full regndekk. Keppnin var stöðvuð á 45. hring vegna þess að sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Aftur mynduðu bílarnir einfalda röð á eftir öryggisbílnum á þjónustusvæðinu. Jules Bianchi virðist hafa slasast í óhappinu. Bianchi hefur verið fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með sjúkrabíl í lögreglufylgd. Svo virðist sem bíll Bianchi hafi lent á vinnutækinu sem var að fjarlægja bíl Sutil. Nánari upplýsingar koma þegar þær berast.„Ég vona að Bianchi sé í lagi. Mér brá aðeins þegar ég fór út fyrir braut í fyrstu beygju en það var vegna þess að ég gleymdi að loka afturvængnum,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Frábærir aðdáendur hér í Japan, til hamingju Lewis. Hugsanir okkar allra eru með Jules, vonandi er ekkert alvarlegt að,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Erfiðar aðstæður en góð barátta á brautinni. Vonandi er Jules ekki mikið slasaður,“ sagði Vettel. „Keppnin byrjaði of snemma og endaði of seint, við hefðum átt að vera löngu búin að blása hana af. Fyrst og fremst hef ég áhyggjur af Jules,“ sagði Felipe Massa.Röðin á þjónustusvæðinu á eftir öryggisbílnum.Vísir/GettyÚrslit japanska kappakstursins 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig 4.Daniel Ricciardo - Red Bull - 12 stig 5.Jenson Button - McLaren - 10 stig 6.Valtteri Bottas - Williams - 8 stig 7.Felipe Massa - Williams - 6 stig 8.Nico Hulkenberg - Force India - 4 stig 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10.Sergio Perez - Force India - 1 stig 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Kimi Raikkonen - Ferrari 13.Esteban Gutierrez - Sauber 14.Kevin Magnussen - McLaren 15.Romain Grosjean - Lotus 16.Pastor Maldonado - Lotus 17.Marcus Ericsson - Caterham 18.Max Chilton - Marussia 19.Kamui Kobayashi - CaterhamKláruðu ekki: Jules Bianchi - Marussia Adrian Sutil - Sauber Fernando Alonso - Ferrari Stigamunurinn er nú orðinn 10 stig í baráttu Hamilton og Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. Hamilton leiðir með 266 stig. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. Keppnin hófst fyrir aftan öryggisbílinn vegna mikillar rigningar. Þetta hefur ekki gerst síðan í Kanada 2011. Keppnin var stöðvuð á öðrum hring. Þá mynduðu allir bílar einfalda röð fyrir aftan öryggisbílinn. Veðurfarið hafði verið yfirvofandi síðan á fimmtudag. Hugmyndin með að senda bílana út á eftir öryggisbílnum er að reyna að hreinsa vatnið af brautinni. Keppnin var endurræst eftir um það bil 15 mínútur á þjónustusvæðinu. Fernando Alosno hætti á fyrsta hringnum eftir endurræsinguna. Bíllinn virðist hafa slökkt á sér. Á fimmta hring fóru ökumenn að heimta að losna við öryggisbílinn. „Brautinn verður ekkert betri,“ sagði Lewis Hamilton. Fleiri voru á sömu nótum. Hamilton ávarpaði svo Charlie Whiting beint í talstöðinni sem er afar óvenjulegt. Eftir níu hringi kom öryggisbíllinn inn. Jenson Button kom strax á eftir öryggisbílnum inn til að fá milli regndekk. Tvemur hringjum seinna komu flestir aðrir inn til að sækja milliregndekk. Button veðjaði á rétt dekk, hann var í sjöunda sæti þegar hann kom inn fyrir milliregndekk. Eftir að allir höfðu skipt um dekk var Button þriðji. Red Bull liðið stillti bílunum sínum upp fyrir keppni í rigningu. Það þýðir að þeir voru hægari en ella í tímatökunni en höfðu meira grip fyrir vikið í keppninni.Vettel var sprækur í rigningunni í dag.Vísir/GettyHamilton náði forystu á 28. hring. Rosberg var búinn að berjast við bílinn nokkra hringi. Gripið í dekkjum Rosberg Rosberg var búið. Á hring 35 fór að dropa aftur. Ökumenn þurftu að tippla meira á tánum í beygjum til að halda bílum sínum á brautinni. Adrian Sutil lenti á varnarvegg í stjórnlausum bíl á 42. hring. Jules Bianchi á Marussia lenti í óhappi á sama stað skömmu seinna. Á sama tíma skiptu McLaren menn yfir á full regndekk aftur. Öryggisbíllinn kom út og margir skiptu þá yfir á full regndekk. Keppnin var stöðvuð á 45. hring vegna þess að sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Aftur mynduðu bílarnir einfalda röð á eftir öryggisbílnum á þjónustusvæðinu. Jules Bianchi virðist hafa slasast í óhappinu. Bianchi hefur verið fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með sjúkrabíl í lögreglufylgd. Svo virðist sem bíll Bianchi hafi lent á vinnutækinu sem var að fjarlægja bíl Sutil. Nánari upplýsingar koma þegar þær berast.„Ég vona að Bianchi sé í lagi. Mér brá aðeins þegar ég fór út fyrir braut í fyrstu beygju en það var vegna þess að ég gleymdi að loka afturvængnum,“ sagði Hamilton eftir keppnina. „Frábærir aðdáendur hér í Japan, til hamingju Lewis. Hugsanir okkar allra eru með Jules, vonandi er ekkert alvarlegt að,“ sagði Rosberg á verðlaunapallinum. „Erfiðar aðstæður en góð barátta á brautinni. Vonandi er Jules ekki mikið slasaður,“ sagði Vettel. „Keppnin byrjaði of snemma og endaði of seint, við hefðum átt að vera löngu búin að blása hana af. Fyrst og fremst hef ég áhyggjur af Jules,“ sagði Felipe Massa.Röðin á þjónustusvæðinu á eftir öryggisbílnum.Vísir/GettyÚrslit japanska kappakstursins 2014: 1.Lewis Hamilton - Mercedes - 25 stig 2.Nico Rosberg - Mercedes - 18 stig 3.Sebastian Vettel - Red Bull - 15 stig 4.Daniel Ricciardo - Red Bull - 12 stig 5.Jenson Button - McLaren - 10 stig 6.Valtteri Bottas - Williams - 8 stig 7.Felipe Massa - Williams - 6 stig 8.Nico Hulkenberg - Force India - 4 stig 9.Jean-Eric Vergne - Toro Rosso - 2 stig 10.Sergio Perez - Force India - 1 stig 11.Daniil Kvyat - Toro Rosso 12.Kimi Raikkonen - Ferrari 13.Esteban Gutierrez - Sauber 14.Kevin Magnussen - McLaren 15.Romain Grosjean - Lotus 16.Pastor Maldonado - Lotus 17.Marcus Ericsson - Caterham 18.Max Chilton - Marussia 19.Kamui Kobayashi - CaterhamKláruðu ekki: Jules Bianchi - Marussia Adrian Sutil - Sauber Fernando Alonso - Ferrari Stigamunurinn er nú orðinn 10 stig í baráttu Hamilton og Rosberg um heimsmeistaratitil ökumanna. Hamilton leiðir með 266 stig.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04
Ricciardo: Lokakeppnirnar munu sanna hvor er hraðari Daniel Ricciardo hjá Red Bull telur að síðustu fimm keppnir tímabilsins muni skera úr um hvor ökumanna liðsins er hraðari, hann sjálfur eða fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel. 1. október 2014 21:30
Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00
Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45