Citroën aftur til Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 09:17 Citroën DS Devine í París. PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent
PSA-Peugeot/Citroën ætlar að reyna öðru sinni að selja bíla sína í Bandaríkjunum með hinum nýju lúxusbílum sem bera merkið DS. Í langtímaáætlunum Citroën hvað þessa DS bíla varðar kveður á um 200 stóra útsölustaði merkisins um allan heim og eiga 20 þeirra að vera í borgum Bandaríkjanna. PSA-Peugeot/Citroën hætti að selja bíla sína í Bandaríkjunum árið 1991, enda var á þeirri sölu mikið tap. Fyrirtækið ætlar í fyrsta lagi að hefja sölu bíla sinna þar árið 2017, en þó líklega ekki fyrr en árið 2020. Síðan PSA-Peugeot/Citroën kynnti fyrst DS-línu sína með bílnum Citroën DS3 árið 2010 hefur fyrirtækið selt samtals 500.000 DS bíla, aðallega í Evrópu og Kína. PSA-Peugeot/Citroën ætlar þessu nýja lúxusbílamerki sínu mikið hlutverk í samkeppninni við þýsku lúxusbílaframleiðendurna. PSA-Peugeot/Citroën er nú að frumsýna þennan gullfallega DS Devine tilraunabíl á bílasýningunni í París og er þessi mynd tekin þar.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent