Dæmigerður Bugatti eigandi á 84 bíla, 3 snekkjur og einkaþotu Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2014 09:50 Bugatti Veyron. Bugatti bílar eru með allra dýrustu bílum heims og kosta þeir miklu meira en Bentley og Rolls Royce bílar. Því eru eigendur Bugatti bíla yfirleitt afar efnað fólk. Til að setja slíkt í eitthvað samhengi þá eiga Bugatti eigendur að meðaltali 84 bíla, 3 einkaþotur og eina snekkju. Til samanburðar eiga eigendur Bentley bíla að meðaltali 8 bíla. Forstjóri Volkswagen, sem á bæði Bentley og Bugatti merkin, sagði aðspurður um muninn á eigendum Bentley og Bugatti bíla að þeir sem ættu Bentley bíla tilheyrðu 1% hópi þeirra efnamestu en eigendur Bugatti tilheyrðu efsta 1% hópi af þessum 1% ríkustu. Það hefur tekið Bugatti 8 ár að selja 450 Veyron bíla sína, en það tæki Bentley um tvær vikur að selja jafn marga bíla, en þeir eru líka 10 sinnum ódýrari. Það eru einungis eftir 20 bílar af þeim Bugatti Veyron sem fyrirtækið mun smíða í heild. Bugatti er nú að þróa arftaka Veyron bílsins og verður hann kynntur í lok næsta árs eða byrjun ársins 2016. Sá bíll á að verða fjórðungi aflmeiri en núverandi Veyron, sem er þó 1.184 hestöfl með sinni risastóru 8,0 lítra og 16 strokka vél sem er að auki með fjórum forþjöppum. Það myndi þýða rétt tæplega 1.500 hestöfl. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent
Bugatti bílar eru með allra dýrustu bílum heims og kosta þeir miklu meira en Bentley og Rolls Royce bílar. Því eru eigendur Bugatti bíla yfirleitt afar efnað fólk. Til að setja slíkt í eitthvað samhengi þá eiga Bugatti eigendur að meðaltali 84 bíla, 3 einkaþotur og eina snekkju. Til samanburðar eiga eigendur Bentley bíla að meðaltali 8 bíla. Forstjóri Volkswagen, sem á bæði Bentley og Bugatti merkin, sagði aðspurður um muninn á eigendum Bentley og Bugatti bíla að þeir sem ættu Bentley bíla tilheyrðu 1% hópi þeirra efnamestu en eigendur Bugatti tilheyrðu efsta 1% hópi af þessum 1% ríkustu. Það hefur tekið Bugatti 8 ár að selja 450 Veyron bíla sína, en það tæki Bentley um tvær vikur að selja jafn marga bíla, en þeir eru líka 10 sinnum ódýrari. Það eru einungis eftir 20 bílar af þeim Bugatti Veyron sem fyrirtækið mun smíða í heild. Bugatti er nú að þróa arftaka Veyron bílsins og verður hann kynntur í lok næsta árs eða byrjun ársins 2016. Sá bíll á að verða fjórðungi aflmeiri en núverandi Veyron, sem er þó 1.184 hestöfl með sinni risastóru 8,0 lítra og 16 strokka vél sem er að auki með fjórum forþjöppum. Það myndi þýða rétt tæplega 1.500 hestöfl.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent