Eitt þekktasta dæmi um slíkan leik er læknisleikur þar sem börn kanna líkama sinn og/eða annarra í hlutverki læknis. Leikskólakennarar og -leiðbeinendur hafa gjarnan séð slíka leiki og greina frá mismikilli þátttöku barna í slíkum leikjum.
Sum börn láta sér nægja að kanna, annað hvort sýna sín eigin kynfæri eða rýna í kynfæri leikfélagans. Önnur börn ganga lengra og vilja fá að snerta og enn önnur jafnvel ganga enn lengra eins og að fá að setja eitthvað inn í leggöng eða endaþarm.
En hvað er eðlilegt í þessum málum?
Handbókin „Kjaftað um kynlíf. Fullorðnir ræða um kynlíf við börn og unglinga“ fjallar einmitt ítarlega um þessi mörk og hvernig börnum er kennt að virða eigin líkama en einnig að skilja hvað sé í lagi og hvað ekki.
Þá er gott að hafa í huga að þessi forvitni um líkamann og kynfærin er okkur eðlislæg og því ekkert sem þarf að óttast í sjálfu sér.
Hinsvegar er til rammi sem einkennir kynferðislega leiki barna og ef farið er út fyrir þennan ramma þá er ástæða til að staldra við.
Eftirfarandi tafla sýnir hvert viðmiðið er fyrir þesskonar hegðun.
