Morgunverðarmúffur með beikoni - UPPSKRIFT Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 23:00 Morgunverðarmúffur með beikoni Múffur Hráefni: 3/4 bolli mjúkt smjör 1 1/2 bolli sykur 3 stór egg 1 msk vanilludropar 1 1/4 bolli grísk jógúrt 2 1/2 bolli hveiti 4 msk maizena 1 tsk kanill 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 1/2 salt Rjómaostakrem Hráefni: 225 g mjúkur rjómaostur 2 msk mjúkt smjör 2 bollar flórsykur 1/4 bolli hlynssíróp 1 tsk kanill steiktir beikonbitar (má sleppa) Hitið ofninn í 170°C. Hrærið smjör og sykur vel saman og bætið síðan eggjunum saman við, eitt í einu. Blandið því næst vanilludropum saman við. Blandið hveiti, maizena, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti saman í annarri skál. Blandið hveitiblöndunni og jógúrti saman við smjörblönduna til skiptis þangað til allt er vel blandað saman. Skiptið blöndunni í tólf möffinsform og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Leyfið kökunum að kólna og búið til kremið. Blandið rjómaosti, smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst sírópi og kanil við og hrærið vel saman. Skreytið kökurnar með kreminu og setjið beikonbita ofan á. Fengið hér. Bollakökur Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið
Morgunverðarmúffur með beikoni Múffur Hráefni: 3/4 bolli mjúkt smjör 1 1/2 bolli sykur 3 stór egg 1 msk vanilludropar 1 1/4 bolli grísk jógúrt 2 1/2 bolli hveiti 4 msk maizena 1 tsk kanill 1 tsk lyftiduft 1/2 tsk matarsódi 1/2 salt Rjómaostakrem Hráefni: 225 g mjúkur rjómaostur 2 msk mjúkt smjör 2 bollar flórsykur 1/4 bolli hlynssíróp 1 tsk kanill steiktir beikonbitar (má sleppa) Hitið ofninn í 170°C. Hrærið smjör og sykur vel saman og bætið síðan eggjunum saman við, eitt í einu. Blandið því næst vanilludropum saman við. Blandið hveiti, maizena, kanil, lyftidufti, matarsóda og salti saman í annarri skál. Blandið hveitiblöndunni og jógúrti saman við smjörblönduna til skiptis þangað til allt er vel blandað saman. Skiptið blöndunni í tólf möffinsform og bakið í fimmtán til tuttugu mínútur. Leyfið kökunum að kólna og búið til kremið. Blandið rjómaosti, smjöri og flórsykri vel saman. Bætið því næst sírópi og kanil við og hrærið vel saman. Skreytið kökurnar með kreminu og setjið beikonbita ofan á. Fengið hér.
Bollakökur Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið