Pahars: Ísland ekki áhyggjuefni stóru liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 08:00 Kári Árnason og fyrir aftan hann eru Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Anton Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjá meira
Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37