Lettland vann sannfærandi 4-0 sigur á Íslandi þann 7. október 2006 en liðið lék þá undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar. Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Ekki tók mikið betra við í síðari viðureign liðanna í riðlinum sem fór fram á Laugardalsvelli þann 13. október 2007. Lettar unnu þá 4-2 sigur.
Liðin hafa þar að auki tvívegis mæst í vináttulandsleikjum. Ísland vann árið 1998, 4-1, og markalaust jafntefli varð niðurstaðan í Riga árið 2004