Aron Einar Gunnarsson hvíldi þegar að íslenska landsliðið æfði á Daugova-vellinum í Riga í dag. Hann verður þó klár í slaginn þegar Ísland mætir Lettum annað kvöld.
„Ég er góður. Smá stífur í bakinu en það er ekkert til að hafa áhyggjur af. Fyrst þetta var róleg æfing þá ákvað ég að hvíla,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í dag.
Kolbeinn Sigþórsson tók sér hvíld frá æfingum íslenska liðsins í gær en Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, sagði í dag að allir leikmenn sem væru með liðinu úti í Lettlandi gætu spilað á morgun. Sá eini sem ekki komst með í verkefnið vegna meiðsla var Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Charlton í Englandi.
Aron Einar æfði ekki í dag

Tengdar fréttir

Landsliðshópur Letta lemstraður
Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum.

Strákarnir æfa í Ríga | Myndir
Mæta heimamönnum í mikilvægum leik

Kolbeinn æfði ekki með landsliðinu í dag
Framherjinn smávægilega meiddur en getur verið með á föstudaginn.