Alltaf haft það á tilfinningunni að þeir séu ánægðir með mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar 10. október 2014 06:00 Jón Daði á æfingu með landsliðinu. Vísir/Valli Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tækifærið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögnuðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekktasti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfélaginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í ársbyrjun 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson náðu mjög vel saman í áðurnefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluðum að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson gerði sér manna best grein fyrir því, þegar byrjunarlið Íslands í leiknum gegn Tyrklandi í síðasta mánuði var kynnt, að flestir myndu staldra við nafn hans. Þessi 22 ára Selfyssingur á ekki langan landsliðsferil að baki og hafði aðeins komið við sögu í þremur vináttulandsleikjum áður en stóra tækifærið kom gegn Tyrkjum. Jón Daði nýtti tækifærið til hins ýtrasta, átti stórleik og skoraði fyrsta markið í mögnuðum 3-0 sigri Íslands. „Þetta hefur verið litríkt og skemmtilegt,“ sagði Jón Daði við Fréttablaðið á hóteli landsliðsins í Ríga í gær. Jón Daði og félagar hans verða í eldlínunni í kvöld þegar þeir mæta Lettlandi á Skonto-leikvanginum. Miðað við frammistöðu Jóns Daða er erfitt að taka hann út úr byrjunarliðinu, þó svo að Alfreð Finnbogason sé nú kominn til baka eftir sín meiðsli. „Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að Lars [Lagerbäck] og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar] séu ánægðir með mig. Þeir sýndu mér mikið traust með því að gefa mér tækifæri gegn Tyrkjum og það var frábært að finna fyrir því.“Enginn í fýlu í landsliðinu Jón Daði var einnig ánægður með að fá tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stuðningsmönnum íslenska landsliðsins. „Ég skynjaði það alveg að ég væri ekki þekktasti maðurinn í liðinu og bjóst við að einhverjir myndu ekki þekkja nafnið mitt. Það var því frábært að ná að sýna þeim að maður er góður í fótbolta og ekki langt frá hinum í liðinu. Það verður ekki stærra hjá manni en að spila með A-landsliðinu og það var skemmtilegt að koma inn í það umhverfi sem óþekkt andlit.“ Hann sagðist ekki vita hvort hann væri í byrjunarliðinu í kvöld en að hann myndi taka við því hlutverki sem honum yrði úthlutað. „Það fer enginn í fýlu í þessum hópi. Þetta er það flott teymi og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum hér sem fulltrúar okkar þjóðar. Hver og einn gerir það sem ætlast er til af honum.“Lengi að finna rétta stöðu Jón Daði spilaði með uppeldisfélaginu á Selfossi alla tíð, þar til hann gekk í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Viking í ársbyrjun 2013. Hann segir að þar hafi hann loksins fundið sína rétta stöðu á knattspyrnuvellinum. „Það hefur gengið illa að finna hvaða staða hentar mér best. Ég hef gegnt ýmsum hlutverkum; spilað úti á kanti, á miðjunni og sem sóknartengiliður. En ég lít á mig sem hreinræktaða „níu“, að spila sem fremsti sóknarmaður,“ segir hann. „Ég hef hraða og er góður í að koma mér á bak við varnarlínuna og ná þannig að ógna markinu. Ég tel mig þó geta bætt mig enn meira sem framherji og unnið í ýmsum þáttum sem gerir mig að enn betri leikmanni.“ Jón Daði og Kolbeinn Sigþórsson náðu mjög vel saman í áðurnefndum leik gegn Tyrkjum og sá fyrrnefndi segir það frábært að spila með sóknarmann eins og Kolbein sér við hlið. „Við erum ólíkir leikmenn. Hann er virkilega góður í að halda boltanum og er sterkur í teignum. Ég er aðeins meira léttleikandi og er úti um allt. Fyrir leikinn fórum við mjög vel yfir hvað við ætluðum að gera og náðum að fylgja því eftir. Vonandi verður framhald á því.“Leikur Lettlands og Íslands hefst á Skonto-leikvanginum klukkan 18.45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn