Hefðbundnar farþegaþotur fljúga á um 800 kílómetra hraða.
Í vélinni verða sæti fyrir um tólf manns og er hún ætluð viðskiptajöfrum á hraðferð. Areon vonast til þess að tilraunaflug geti hafist árið 2019.
CNN segir frá því að nokkur fyrirtæki vinni að því að þróa álíka þotur sem einnig er ætlað að fara í framleiðslum í kringum árið 2020.
Hljóðfráar þotur hafa ekki verið notaðar til farþegaflutninga frá því að Brithish Airways hætti notkun Concord þotanna árið 2003. Í henni tók flug milli London og New York þrjár og hálfa klukkustund.

