Start hélt hreinu í fyrsta sinn í ár er liðið vann góðan sigur á Viking á útivelli, 1-0.
Matthías Vilhjálmsson skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu en hann spilaði allan leikinn ásamt Guðmundi Kristjánssyni, liðsfélaga sínum.
Sverrir Ingi Ingason, Indriði Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson voru í byrjunarliði Viking en Björn Daníel Sverrisson var á bekknum. Steinþór Freyr Þorsteinsson var ekki í leikmannahópi Viking.
Start er í tíunda sæti deildarinnar með 28 stig en Viking er í sjöunda sætinu með 32 stig.

