Fiat-Chrysler að kaupa Piaggio Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 10:22 Vespa frá Piaggio. Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent
Heyrst hefur að Fiat-Chrysler ætli að kaupa ítalska vespuframleiðandann Piaggio og bæta með því enn einu merkinu í bíla- og mótorhjólafjölskyldu sína. Færi Fiat-Chrysler þar í fótspor Volkswagen sem keypti ítalska mótorhjólaframleiðandann Ducati fyrir nokkrum árum. Mercedes Benz hefur einnig sýnt áhuga á kaupum á MV Augusta mótorhjólaframleiðandanum ítalska. Ennfremur á BMW sína eigin mótorhjóladeild, svo það virðist sem margir bílaframleiðandi telji að nauðsynlegt sé að framleiða einnig mótorhjól. Ef að þessum kaupum verður munu merkin Aprilia, Moto Guzzi og Vespa tilheyra Fiat-Chrysler. Enn einn bílaframleiðandinn sem hefur áhuga á mótorhjólaframleiðslu er indverski bílaframleiðandinn Mahindra, sem hefur lýst yfir áhuga á að kaupa Peugeot mótorhjóladeild franska bílaframleiðandans, sem tapað hefur miklu fé á undanförnum árum. Það er semsagt mikil gerjun í mótorhjólaheiminum og ef til vill verða þeir svo til allir í eigu stórra bílaframleiðenda á næstunni.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent