Í frétt á vef Washington Post segir að iPhone 6 seljist á allt að tíföldu verði á svörtum mörkuðum í Kína. Ástæða þess að nýju símarnir eru ekki fáanlegir í Kína er að Apple hefur einungis orðið við tveimur af þremur kröfum stjórnvalda í Kína vegna sölu símanna. Einungis nokkrum dögum eftir að símarnir fóru í sölu í Bandaríkjunum voru þeir til sölu á götum Peking.
Einn blaðamaður Washington Post ræddi við götusala í Kína. Hann sagðist hafa séð fimmtán menn standa fyrir utan Apple-búðina í Peking í þeim tilgangi að selja iPhone 6. Hann segir verðið á snjallsímanum í Kína hafa verið rúmlega 2.400 dalir, eða um 290 þúsund krónur. Aftur á móti kostar síminn 299 dali, eða um 36 þúsund krónur í Bandaríkjunum.