Kjartan Henry Finnbogason var á skotskónum þegar Horsens bar sigurorð af Brabrand með tveimur mörkum gegn einu í dönsku bikarkeppninni.
Kjartan skoraði annað mark Horsens en þetta var fyrsta mark hans fyrir danska liðið sem hann gekk til liðs við frá KR fyrir nokkrum vikum.
Þá stóð Ögmundur Kristinsson í marki Randers sem vann stórsigur á Kolding, 7-1. Þetta var fyrsti leikurinn sem Ögmundur spilar fyrir aðallið Randers síðan hann kom til danska liðsins frá Fram. Theodór Elmar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Randers.
