Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. september 2014 06:00 Hamilton fagnar með liði sínu, Rosberg virðist ekki eins kátur með stöðu mála. Vísir/Getty Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hvaða áhrif hafði hitinn? Var reglum fylgt og hvað með Marussia, er liðið að leggja upp laupana? Hvað eyðilagði keppnina fyrir Nico Rosberg? Svarið við þessum spurningum er að finna í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg ýtt á þjónustusvæði meðan aðrir fóru upphitunarhring.Vísir/GettyNico Rosberg - hvað klikkaði? Rosberg sat á ráslínunni þegar upphitunarhringurinn hófst og komst hvorki lönd né strönd. Svo virtist sem kúplingin í bíl hans væri biluð. Hann ræsti frá þjónustusvæðinu en átti í vandræðum með að komast fram úr Marussia bílunum. Að þeim lítið löstuðum þá er það ekki vaninn í ár að Mercedes komist ekki fram úr þeim. Rosberg leiddi stigakeppni ökumanna þegar keppnin hófst. Bíll hans hóf að skipta upp um tvo gíra í einu og var almennt með vesen. Hann hætti fljótlega keppni enda komst hann ekki af stað eftir þjónustuhlé því hann gat ekki sett í fyrsta gír. Nú er komið í ljós í hverju það vesen fólst. Vírar sem liggja frá stýrinu í tölvukerfi bílsins virðist hafa bilað. Þá virkuðu einungis gírskiptifliparnir á stýrinu og talstöðvasamband datt inn og út. „Þetta virðast hafa verið bilaðir vírar frá stýrinu, sem átti ekki að vera búið að skipta um og voru ekki að nálgast endalok sinnar starfsævi. Það slokknaði bara á öllu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Rosberg fékk því engin stig og er nú þremur stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton þegar fimm keppnir eru eftir. Það má því segja að um fimm keppna heimsmeistarakeppni sé að ræða.Magnussen hlýnaði þokkalega í stjórnklefanum.Vísir/GettyHverjir fengu að finna fyrir hitanum?Kevin Magnussen á McLaren kvartaði yfir því frekar snemma í keppninni að sætið væri farið að hitna. Þegar honum var sagt að drekka meira þá sagði hann: „ég get það ekki það brennir á mér munninn.“ Hann fékk heldur betur að finna fyrir hitanum. Magnussen lauk keppni í tíunda sæti og sagði að þetta stig væri það erfiðasta á ferlinum. „Ég veit ekki hvort eitthvað var að í bílnum, en sætið mitt var mjög heitt, við þurfum að kanna hvað er í gangi. Ég gat ekki einu sinni drukkið vatnið. Þetta var erfiðasta stig sem ég hef náð í,“ sagði daninn ungi sem hefur aldrei áður keppt á brautinni í Singapúr en fékk sannkallaða eldskírn á sunnudaginn. Þá mátti sjá Magnussen lyfta höndum upp úr stjórnklefanum á meðan öryggisbíllinn stjórnaði halarófunni, til að kæla sig. Opinberlega fékk hann meðhöndlun á bruna á mjóbakinu, túlki nú hver fyrir sig, hann brann á rassinum.Daniil Kvyat á Toro Rosso, fann líka illa fyrir hitanum, hann óskaði eftir því að hætta keppni en fékk neitun. Vatnsbrúsin hans hætti að virka strax í upphafi. Vélvirkjar Toro Rosso liðsins þurfti hálfpartinn að draga hann upp úr bílnum. Hann varð fyrir verulegum vökvaskorti.Boullier fannst Red Bull brjóta nýju reglurnar um hvað má segja í talstöðvunum.Vísir/GettyHvað með talstöðvatakmarkanirnar? McLaren kvartaði yfir dulkóðuðu skilaboði frá þjónustuvegg Red Bull til Daniel Ricciardo. Liðsstjóri McLaren, Eric Boullier kvartaði yfir skilaboðunum. „Ef þú forðast kantana í lok hverrar beygju gæti það hjálpað við vandamálið sem er að hrjá bílinn,“ voru skilaboðin. „Ég tel að þetta hafi verið dulkóðað. Það er núna hlutverk FIA að rannsaka það, svo ég ætla ekki að segja neitt,“ sagði Boullier. „Þetta voru skrýtin skilaboð. Einu sinni hefði verið í lagi en tvisvar eða þrisvar er frekar skrýtið,“ bætti Boullier við. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner fullyrðir að liðið hafi spurt Charlie Whiting, regluvörð FIA hvort þetta mætti. Ricciardo var sagt að forðast kantana því hann var að skemma rafgeyminn. Frammistöðuleiðbeinigar til ökumanna í gegnum talstöðvar voru bannaðar fyrir keppnina. Slakað var þó á reglum um tæknilega aðstoð. Ekki þótt við hæfi að setja slíkt bann á miðju tímabili. Það mun taka gildi fyrir næsta tímabil.Öryggisbíllinn hafði mikil áhrif á framvindu keppninnar.Vísir/GettyÁhrif öryggisbílsins Margir ökumenn í miðri röð, frá sætum 2 til sirka 14 lentu í því að þurfa að aka á handónýtum dekkjum frá því að öryggisbíllinn kom út á hring 31. Keppninni var sjálfhætt eftir 60 hringi af 61 sem upphaflega stóð til að eknir yrðu. Ástæðan er tveggja klukkutíma reglan sem segir að frá ræsingu til upphafs síðasta hrings mega ekki líða meira en tvær klukkustundir. Margir ökumenn nýttu tækifærið til að skipta um dekk þegar öryggisbíllinn kom út vegna óhapps Sergio Perez og Adrian Sutil, þar sem framvængur Perez dreifðist um stóran hluta brautarinnar. Öryggisbíllinn leiddi til þess að hópurinn var þéttur og á svipað slitnum dekkjum. Á brautum eins þröngum og þeirri í Singapúr er erfitt að taka fram úr. Því þorði enginn að taka áhættuna á því að skipta út slitnum dekkjum fyrir ný því sá hinn sami hefði endað aftast í þvögunni og ekkert komist fram úr.Felipe Massa sagðist hafa ekið Williams bíl sínum eins og amma sín. Hversu góð er hún fyrst hann endaði í fimmta sæti.Verður Marussia á ráslínunni í Ástralíu 2015. Hér reynir Rosberg að taka fram úr Max Chilton á Marussia.Vísir/GettyMun Marussia „meikaða“? Liðsstjóri Marussia, Graeme Lowdon vísar á bug vangaveltum um hvort liðið muni geta klárað yfirstandandi tímabil. Orðrómur komst á kreik í Singapúr um að liðið hefði næstum ekki hafið keppni í Ítalíu vegna fjárhagsvandræða. Lowden er harð ákveðinn í að það sé til nóg af peningum til að ljúka tímabilinu. „Ég get fullyrt að við höfum fjármagn út tímabilið. Ef við hefðum það ekki, þá ættum við ekki að vera hér,“ sagði Lowdon. Lowdon segist vera að reyna sitt allra besta til að tryggja að liðið verði á ráslínunni í ástralska kappakstrinum 2015 en hann segist ekki geta lofað því. Það yrði sorglegt að sjá á eftir Marussia sem náði í sín fyrstu stig á þessu tímabili. Vonandi tekst Lowdon að tryggja fé fyrir áframhaldandi rekstur. Formúla Tengdar fréttir FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30 Hamilton vann í Singapúr - Rosberg kláraði ekki Lewis Hamilton á Mercedes vann kappaksturinn í Singapúr. Hann náði þar með forystu í stigakeppni ökumanna. Sebastian Vettel varð annar og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo varð þriðji. 21. september 2014 13:57 Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30 Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00 Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02 Hamilton á ráspól í Singapúr Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 20. september 2014 13:53 Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41 Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza? Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar. 9. september 2014 09:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. Hvaða áhrif hafði hitinn? Var reglum fylgt og hvað með Marussia, er liðið að leggja upp laupana? Hvað eyðilagði keppnina fyrir Nico Rosberg? Svarið við þessum spurningum er að finna í Bílskúrnum, léttu hliðinni á Formúlu 1 hér á Vísi.Rosberg ýtt á þjónustusvæði meðan aðrir fóru upphitunarhring.Vísir/GettyNico Rosberg - hvað klikkaði? Rosberg sat á ráslínunni þegar upphitunarhringurinn hófst og komst hvorki lönd né strönd. Svo virtist sem kúplingin í bíl hans væri biluð. Hann ræsti frá þjónustusvæðinu en átti í vandræðum með að komast fram úr Marussia bílunum. Að þeim lítið löstuðum þá er það ekki vaninn í ár að Mercedes komist ekki fram úr þeim. Rosberg leiddi stigakeppni ökumanna þegar keppnin hófst. Bíll hans hóf að skipta upp um tvo gíra í einu og var almennt með vesen. Hann hætti fljótlega keppni enda komst hann ekki af stað eftir þjónustuhlé því hann gat ekki sett í fyrsta gír. Nú er komið í ljós í hverju það vesen fólst. Vírar sem liggja frá stýrinu í tölvukerfi bílsins virðist hafa bilað. Þá virkuðu einungis gírskiptifliparnir á stýrinu og talstöðvasamband datt inn og út. „Þetta virðast hafa verið bilaðir vírar frá stýrinu, sem átti ekki að vera búið að skipta um og voru ekki að nálgast endalok sinnar starfsævi. Það slokknaði bara á öllu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. Rosberg fékk því engin stig og er nú þremur stigum á eftir liðsfélaga sínum Lewis Hamilton þegar fimm keppnir eru eftir. Það má því segja að um fimm keppna heimsmeistarakeppni sé að ræða.Magnussen hlýnaði þokkalega í stjórnklefanum.Vísir/GettyHverjir fengu að finna fyrir hitanum?Kevin Magnussen á McLaren kvartaði yfir því frekar snemma í keppninni að sætið væri farið að hitna. Þegar honum var sagt að drekka meira þá sagði hann: „ég get það ekki það brennir á mér munninn.“ Hann fékk heldur betur að finna fyrir hitanum. Magnussen lauk keppni í tíunda sæti og sagði að þetta stig væri það erfiðasta á ferlinum. „Ég veit ekki hvort eitthvað var að í bílnum, en sætið mitt var mjög heitt, við þurfum að kanna hvað er í gangi. Ég gat ekki einu sinni drukkið vatnið. Þetta var erfiðasta stig sem ég hef náð í,“ sagði daninn ungi sem hefur aldrei áður keppt á brautinni í Singapúr en fékk sannkallaða eldskírn á sunnudaginn. Þá mátti sjá Magnussen lyfta höndum upp úr stjórnklefanum á meðan öryggisbíllinn stjórnaði halarófunni, til að kæla sig. Opinberlega fékk hann meðhöndlun á bruna á mjóbakinu, túlki nú hver fyrir sig, hann brann á rassinum.Daniil Kvyat á Toro Rosso, fann líka illa fyrir hitanum, hann óskaði eftir því að hætta keppni en fékk neitun. Vatnsbrúsin hans hætti að virka strax í upphafi. Vélvirkjar Toro Rosso liðsins þurfti hálfpartinn að draga hann upp úr bílnum. Hann varð fyrir verulegum vökvaskorti.Boullier fannst Red Bull brjóta nýju reglurnar um hvað má segja í talstöðvunum.Vísir/GettyHvað með talstöðvatakmarkanirnar? McLaren kvartaði yfir dulkóðuðu skilaboði frá þjónustuvegg Red Bull til Daniel Ricciardo. Liðsstjóri McLaren, Eric Boullier kvartaði yfir skilaboðunum. „Ef þú forðast kantana í lok hverrar beygju gæti það hjálpað við vandamálið sem er að hrjá bílinn,“ voru skilaboðin. „Ég tel að þetta hafi verið dulkóðað. Það er núna hlutverk FIA að rannsaka það, svo ég ætla ekki að segja neitt,“ sagði Boullier. „Þetta voru skrýtin skilaboð. Einu sinni hefði verið í lagi en tvisvar eða þrisvar er frekar skrýtið,“ bætti Boullier við. Liðsstjóri Red Bull, Christian Horner fullyrðir að liðið hafi spurt Charlie Whiting, regluvörð FIA hvort þetta mætti. Ricciardo var sagt að forðast kantana því hann var að skemma rafgeyminn. Frammistöðuleiðbeinigar til ökumanna í gegnum talstöðvar voru bannaðar fyrir keppnina. Slakað var þó á reglum um tæknilega aðstoð. Ekki þótt við hæfi að setja slíkt bann á miðju tímabili. Það mun taka gildi fyrir næsta tímabil.Öryggisbíllinn hafði mikil áhrif á framvindu keppninnar.Vísir/GettyÁhrif öryggisbílsins Margir ökumenn í miðri röð, frá sætum 2 til sirka 14 lentu í því að þurfa að aka á handónýtum dekkjum frá því að öryggisbíllinn kom út á hring 31. Keppninni var sjálfhætt eftir 60 hringi af 61 sem upphaflega stóð til að eknir yrðu. Ástæðan er tveggja klukkutíma reglan sem segir að frá ræsingu til upphafs síðasta hrings mega ekki líða meira en tvær klukkustundir. Margir ökumenn nýttu tækifærið til að skipta um dekk þegar öryggisbíllinn kom út vegna óhapps Sergio Perez og Adrian Sutil, þar sem framvængur Perez dreifðist um stóran hluta brautarinnar. Öryggisbíllinn leiddi til þess að hópurinn var þéttur og á svipað slitnum dekkjum. Á brautum eins þröngum og þeirri í Singapúr er erfitt að taka fram úr. Því þorði enginn að taka áhættuna á því að skipta út slitnum dekkjum fyrir ný því sá hinn sami hefði endað aftast í þvögunni og ekkert komist fram úr.Felipe Massa sagðist hafa ekið Williams bíl sínum eins og amma sín. Hversu góð er hún fyrst hann endaði í fimmta sæti.Verður Marussia á ráslínunni í Ástralíu 2015. Hér reynir Rosberg að taka fram úr Max Chilton á Marussia.Vísir/GettyMun Marussia „meikaða“? Liðsstjóri Marussia, Graeme Lowdon vísar á bug vangaveltum um hvort liðið muni geta klárað yfirstandandi tímabil. Orðrómur komst á kreik í Singapúr um að liðið hefði næstum ekki hafið keppni í Ítalíu vegna fjárhagsvandræða. Lowden er harð ákveðinn í að það sé til nóg af peningum til að ljúka tímabilinu. „Ég get fullyrt að við höfum fjármagn út tímabilið. Ef við hefðum það ekki, þá ættum við ekki að vera hér,“ sagði Lowdon. Lowdon segist vera að reyna sitt allra besta til að tryggja að liðið verði á ráslínunni í ástralska kappakstrinum 2015 en hann segist ekki geta lofað því. Það yrði sorglegt að sjá á eftir Marussia sem náði í sín fyrstu stig á þessu tímabili. Vonandi tekst Lowdon að tryggja fé fyrir áframhaldandi rekstur.
Formúla Tengdar fréttir FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30 Hamilton vann í Singapúr - Rosberg kláraði ekki Lewis Hamilton á Mercedes vann kappaksturinn í Singapúr. Hann náði þar með forystu í stigakeppni ökumanna. Sebastian Vettel varð annar og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo varð þriðji. 21. september 2014 13:57 Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30 Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00 Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02 Hamilton á ráspól í Singapúr Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 20. september 2014 13:53 Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41 Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza? Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar. 9. september 2014 09:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
FIA bannar frammistöðuskilaboð FIA, alþjóða akstursíþróttasambandið hefur ákveðið að banna öll frammistöðutengd skilaboð í talstöðvum liðanna til ökumanna. Bannið mun taka gildi fyrir keppnina í Singapore, næstu helgi. 11. september 2014 17:30
Hamilton vann í Singapúr - Rosberg kláraði ekki Lewis Hamilton á Mercedes vann kappaksturinn í Singapúr. Hann náði þar með forystu í stigakeppni ökumanna. Sebastian Vettel varð annar og liðsfélagi hans hjá Red Bull, Daniel Ricciardo varð þriðji. 21. september 2014 13:57
Formúlu 1 keppnir 2015 Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), kynnti í dag keppnisdagatal næsta árs. Keppnirnar verða 20 í heildina, keppni í Mexíkó er eina viðbótin. 12. september 2014 20:30
Ecclestone: Enn of auðvelt fyrir ökumenn Bernie Ecclestone, einráður Formúlu 1, hefur sagt að sér þyki starf ökumanna enn of auðvelt. Hann vill að akstur Formúlu 1 bíla verði meiri áskorun. 18. september 2014 22:00
Lowe vill sjá öruggt fyrsta og annað sæti í Singapúr Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes óskar þess af ökumönnum liðsins að þeir einbeit sér að því að tryggja liðinu fyrsta og annað sætið í Singapúr. Hann vill ekki sjá neitt drama. 15. september 2014 00:02
Hamilton á ráspól í Singapúr Lewis Hamilton á Mercedes náði ráspól í Singapúr, liðsfélagi hans Nico Rosberg varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 20. september 2014 13:53
Alonso og Hamilton fljótastir á föstudegi Fernando Alonso á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir Singapúr kappaksturinn sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á þeirri seinni. 19. september 2014 22:41
Bílskúrinn: Málamyndun hjá Mercedes á Monza? Eftir spennandi keppni þar sem mikið var um fallegan fram úr akstur og lítið um óhöpp er margt sem er þess virði að skoða nánar. 9. september 2014 09:00