Fortíðarbjalla á lægra verði Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2014 10:22 Volkswagen Beetle Classic minnir óneytanlega á eldri gerð bjöllunnar. Sú bjalla sem Volkswagen framleiðir nú er talsvert langt frá útliti bjöllunnar gömlu sem sigraði heiminn á árum áður og margir sakna enn útlits hennar. Því ætlar Volkswagen að svara með nýrri gerð bjöllunnar sem er miklu nær gamla útlitinu, eins og á myndinni sést. Fær hann nafnið Beetle Classic. Bjallan var upphaflega framleidd sem bíll sem almúginn hafði efni á. Til að vera enn trúr þeirri grunnhugsun verður þessi fortíðargerð bjöllunnar á lægra verði en aðrar framleiðslugerðir hennar nú. Í Bandaríkjunum mun hún kosta 21.015 dollara, eða 2,5 milljónir króna. Einnig verður hægt að fá blæjugerð hennar á um 3,2 milljónir króna þar. Fortíðarbjallan mun einungis fást með einni gerð vélar, þ.e. 1,8 lítra forþjöppudrinnar bensínvélar sem er 170 hestöfl. Felgur bílsins vitna mjög til fortíðar, eru 17 tommur og minna mjög á eldri gerðir bjöllunnar. Sætin eru að sama skapi hönnuð til að minna á eldri gerðir, tvílit með hvítum og brúnum lit og úr gervileðri. Aðeins verða í boði þrír litir á bílnum, ef liti skildi kalla, þ.e. hvítur, svartur og silfurlitaður. Vafalaust muni margir sakna litanna sem í boði voru í eldri gerðum bjöllunnar, svo sem gulum og grænum. Fortíðarhyggjan nær einnig inn í bílinn. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent
Sú bjalla sem Volkswagen framleiðir nú er talsvert langt frá útliti bjöllunnar gömlu sem sigraði heiminn á árum áður og margir sakna enn útlits hennar. Því ætlar Volkswagen að svara með nýrri gerð bjöllunnar sem er miklu nær gamla útlitinu, eins og á myndinni sést. Fær hann nafnið Beetle Classic. Bjallan var upphaflega framleidd sem bíll sem almúginn hafði efni á. Til að vera enn trúr þeirri grunnhugsun verður þessi fortíðargerð bjöllunnar á lægra verði en aðrar framleiðslugerðir hennar nú. Í Bandaríkjunum mun hún kosta 21.015 dollara, eða 2,5 milljónir króna. Einnig verður hægt að fá blæjugerð hennar á um 3,2 milljónir króna þar. Fortíðarbjallan mun einungis fást með einni gerð vélar, þ.e. 1,8 lítra forþjöppudrinnar bensínvélar sem er 170 hestöfl. Felgur bílsins vitna mjög til fortíðar, eru 17 tommur og minna mjög á eldri gerðir bjöllunnar. Sætin eru að sama skapi hönnuð til að minna á eldri gerðir, tvílit með hvítum og brúnum lit og úr gervileðri. Aðeins verða í boði þrír litir á bílnum, ef liti skildi kalla, þ.e. hvítur, svartur og silfurlitaður. Vafalaust muni margir sakna litanna sem í boði voru í eldri gerðum bjöllunnar, svo sem gulum og grænum. Fortíðarhyggjan nær einnig inn í bílinn.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent