Veiði lokið í ánum við Ísafjarðardjúp Karl Lúðvíksson skrifar 24. september 2014 10:54 Laxar á leið sinni upp Hvannadalsá Veiði er lokið í ánum við Ísafjarðardjúp á þessu ári og lokatölur þar eru í takt við annað sem hefur verið í gangi í laxveiðinni á þessu ári. Það hefur alveg vatnað smálaxinn í árnar í djúpinu á þessu ári og það sést vel á lokatölunum. Í heildina er veiðin aðeins um þriðjungur á við sumarið 2013 en það er kannski ósanngjarn samanburður enda var það metsumar í flestum veiðibókum. Samkvæmt leigutakanum Lax-Á voru loktölur í Langadalsá 158 laxar í þar veiddust 457 laxar í fyrra en veiðin hefur ekki verið lakari síðan 2003 en þá veiddust 150 laxar. Í Hvannadalsá veiddust 68 laxar en þetta er líklega ein lélegasta skráða veiði í ánni. Lokatölur eru ekki komnar í Laugardalsá en í henni veiddust 404 laxar í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvort niðursveiflan í henni er sambærileg öðrum ám á svæðinu. Stangveiði Mest lesið Rjúpa eða ekki rjúpa? Veiði Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Veiði Ein besta bleikjuveiði síðustu ára við Þingvallavatn Veiði Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Vötnin fyrir norðan farin að gefa vel Veiði Fín veiði í frábæru veðri á fyrstu vakt í Laxá í Mý Veiði
Veiði er lokið í ánum við Ísafjarðardjúp á þessu ári og lokatölur þar eru í takt við annað sem hefur verið í gangi í laxveiðinni á þessu ári. Það hefur alveg vatnað smálaxinn í árnar í djúpinu á þessu ári og það sést vel á lokatölunum. Í heildina er veiðin aðeins um þriðjungur á við sumarið 2013 en það er kannski ósanngjarn samanburður enda var það metsumar í flestum veiðibókum. Samkvæmt leigutakanum Lax-Á voru loktölur í Langadalsá 158 laxar í þar veiddust 457 laxar í fyrra en veiðin hefur ekki verið lakari síðan 2003 en þá veiddust 150 laxar. Í Hvannadalsá veiddust 68 laxar en þetta er líklega ein lélegasta skráða veiði í ánni. Lokatölur eru ekki komnar í Laugardalsá en í henni veiddust 404 laxar í fyrra og það verður áhugavert að sjá hvort niðursveiflan í henni er sambærileg öðrum ám á svæðinu.
Stangveiði Mest lesið Rjúpa eða ekki rjúpa? Veiði Níu ára gutti með 96 sentimetra hæng Veiði Ein besta bleikjuveiði síðustu ára við Þingvallavatn Veiði Hrikalegar tölur úr Ytri Rangá Veiði Kvennadeild SVFR hittist annað kvöld Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Vorfagnaður SVFR er haldinn á morgun Veiði Vötnin fyrir norðan farin að gefa vel Veiði Fín veiði í frábæru veðri á fyrstu vakt í Laxá í Mý Veiði