Lögreglan í Los Angeles: „Ekki setja iPhone 6 í örbylgjuofn“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. september 2014 12:03 Þetta gerist ef iPhone er settur í örbylgjuofn. Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Eigendur iPhone 6 eru beðnir um setja símana sína ekki í örbylgjuofn af lögreglunni í Los Angeles. Yfirlýsingin kemur til vegna þess að nú gengur auglýsing um netheima sem segir að hægt sé að hlaða iPhone 6 með því að stinga honum inn í örbylgjuofn og kveikja á. Þetta er gabb, sem einhverjir hafa því miður fallið fyrir. Los Angeles Times greinir frá. Gabbið er mjög metnaðarfullt. Einhver hefur gert glæsilega „auglýsingu“ þar sem fólki er tilkynnt að hægt sé að stinga símanum í örbylgjuofn til að bæta í rafhlöðuna. Auglýsingin er látin líta út fyrir að vera frá Apple fyrirtækinu. Þessi „nýjung“ er kynnt sem Wave og er eigendum iPhone sagt að þeir geti sett símann í örbylgjuofninn í eina og hálfa mínútu og segir að örbylgjurnar tengist útvarpsmóttakaranum í símanum og komist þannig inn í rafhlöðu símans. Talsmaður slökkviliðsins í Los Angeles segir að það geti reynst varasamt að setja símann sinn í örbylgjuofn. „Það ætti ekki að setja neinn málmhlut inn í örbylgjuofna,“ segir Brian Humphrey í samtali við LA Times og segir að eldur geti kviknað ef slíkt sé gert. Hann bætir því við að ef farsímar eru settir í örbylgjuofna gætu þeir valdið sprengingu. Hann segir þó að engar tilkynningar hafi borist um eld sem hafi kviknað út frá iPhone í örbylgjuofni. Hér að neðan má sjá „auglýsinguna“ sem gengur um netheima.This #Wave capability is a #hoax. Don't be fooled into microwaving your #iPhone6. #Apple #Smartphone pic.twitter.com/jIncZE81Cy— LAPD Communications (@911LAPD) September 23, 2014
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent