Gerbreyttur Renault Espace Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 10:43 Renault Espace er nú orðinn að jepplingi. Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent
Renault hefur ákveðið að breyta fjölnotabílnum Espace í jeppling í takt við breyttar óskir Evrópubúa. Bílar eins og Espace er nú hafa gjarnan verið kallaðir „strumpastrætóar“, en slíkir bílar virðast á verulegu undanhaldi og sala þeirra minnkað gríðarlega. Á sama tíma hefur sala á bæði minni og stærri jepplingum aukist stórlega. Með þessu ætlar Renault að spila og hefur nú framleitt gersamlega annan bíl með sama nafn og verður hann kynntur almenningi og blaðamönnum á bílasýningunni í París. Þessi bíll er mjög líkur tilraunabíl sem Renault kynnti á bílasýningunni í Frankfürt í fyrra og féll í góðan jarðveg. Renault segir að þessi bíll sé að 90% leiti sá bíll. Nýr Espace verður bæði í boði 5 og 7 manna og er mjög rúmgóður bíll. Sala á núverandi gerð Renault Espace minnkaði um 11% á síðasta ári og hefur haldið áfram að minnka það sem af er ári. Þessu ætlar Renault að breyta með þessum nýja bíl. Heyrst hefur að hann muni fá dísilvél með tveimur forþjöppum, líkt og var í tilraunabílnum í Frankfürt.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent