Viðar Örn Kjartansson var aldrei þessu vant ekki á skotskónum þegar Vålerenga tapaði mjög óvænt fyrir botnliði Sandnes Ulf á útivelli með tveimur mörkum gegn einu í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Diego Rubio skoraði bæði mörk Sandnes með fimm mínútna millibilli í seinni hálfleik, en Christian Grindheim skoraði mark Vålerenga.
Hannes Þór Halldórsson stóð að venju í marki Sandnes og þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hannes Sigurðsson léku einnig allan leikinn fyrir Úlfana sem eru enn á botni deildarinnar þrátt fyrir sigurinn.
