Framherjinn Hólmbert Friðjónsson skoraði fyrsta mark sitt fyrir Bröndby þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli á útivelli við Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Hólmbert kom inn á sem varamaður á 74. mínútu en hann hafði aðeins verið inni á vellinum í fimm mínútur þegar hann jafnaði metin en fyrstu þrjú mörkin í leiknum voru skoruð á fjórum fyrstu mínútum seinni hálfleiks.
Bröndby er með 11 stig í 7. sæti deildarinnar eftir 9 umferðir. Esbjerg er með þremur stigum minna í 10. sæti.
