Ytri Rangá tók toppsætið nýlega frá Eystri Rangá en veiðin í þeirri Eystri er orðin heldur lítil en þar kemur á móti en laxinn gekk miklu fyrr í sæmilegu magni í hana en í Ytri Rangá. Ytri Rangá býr svo vel að því seinni part veiðitímabilsins að lax er ennþá að ganga og heldur það veiðitölum uppi ásamt því að áin hleður sig vel og veiðimenn almennt í fiski á flestum stöðum, líka á neðstu svæðunum. Aðrar ár á listanum nema Norðurá búa að góðum stofni lax sem dvelur tvö ár í sjó og er að ganga í árnar 75 sm og stærri. Árnar sem búa ekki svo vel að hafa þetta eru allar mun neðar á listanum og eins og áður hefur verið fjallað um fengu þær sinn skerf af aflabrest í sumar vegna skorts á eins árs laxi. Topp 10 listinn er annars hér fyrir neðan og listann í heild sinni má finna hjá www.angling.is
Veiðivatn | Dagsetning | Heildarveiði | Stangir | Veiði 2013 |
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. | 24. 9. 2014 | 2671 | 20 | 5461 |
Eystri-Rangá | 24. 9. 2014 | 2430 | 18 | 4797 |
Blanda | 24. 9. 2014 | 1931 | 14 | 2611 |
Miðfjarðará | 24. 9. 2014 | 1684 | 10 | 3667 |
Þverá + Kjarará | 17. 9. 2014 | Lokatölur 1195 | 14 | 3373 |
Laxá á Ásum | 24. 9. 2014 | Lokatölur 1006 | 2 | 1062 |
Selá í Vopnafirði | 24. 9. 2014 | 1004 | 7 | 1664 |
Norðurá | 17. 9. 2014 | Lokatölur 924 | 15 | 3351 |
Laxá í Aðaldal | 24. 9. 2014 | 849 | 18 | 1009 |
Haffjarðará | 17. 9. 2014 | Lokatölur 821 | 6 | 2158 |