Nú í september mánuði fjalla þær sérstaklega um kynlíf fatlaðs fólks, bæði útfrá mýtum eins og að fatlað fólk sé ekki kynverur, geti ekki fundið sér maka eða stundað „eðlilegt“ kynlíf (hvað sem það svo er).
Á vefsíðunni eru einnig birt viðtöl við fatlað fólk um kynferðislegar upplifanir sínar.
Þetta er umræða sem er löngu tímabær og þvílíkt ferskur andblær að þær dömur haldi úti virkri vefsíðu um málefni sem er umlukið þekkingarleysi.
Eitthvað er umræðan þó aðeins að opnast. Nýlega birti Huffingtonpost fallega myndaseríu frá ítalska ljósmyndaranum Olivier Fermariello sem er góð áminning á að öll fæðumst við og erum kynverur.

Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu pistlum frá Tabú á Facebook.
Þá verða þær með fyrirlestur á Húrra fimmtudagskvöldið 11.septemember kl. 20 um áhrif sexisma, ableisma, klámvæðingar og faghroka á líkamsvirðingu og kynverund fatlaðra kvenna.