Forstjóri Ferrari fær 4 milljarða fyrir að hætta Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2014 13:02 Luca Montezemolo við Ferrari La Ferrari bíl. Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017. Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent
Oft á tíðum gefur það meira í aðra hönd að hætta í hárri stöðu en að vera ráðinn í hana. Hér var greint frá því í gær að forstjóri Ferrari hafi hætt í fússi vegna ágreinings við forstjóra Fiat-Chrysler en Fiat-Chrysler á Ferrari. Hann fær greiddar 4.150 milljónir króna við það að stíga úr stóli forstjóra og er bara lítil vorkunn fyrir vikið. Svona greiðslur eru gjarnan kallaðar „golden parachute“, eða gullin fallhlíf og er hugsuð sem umbun fyrir töpuð laun sem annars hefðu fengist með áframhaldandi setu í starfi. Flestir myndu þiggja það að hætta í sínu starfi fyrir slíkar upphæðir. Fráfarandi forstjóri Ferrari, Luca Mentezemolo er orðinn 67 ára og væri því kominn á löglegan ellilífeyrisaldur hérlendis, en með því að þiggja þessa greiðslu lofar hann að keppa ekki við Fiat eða Ferrari til mars árið 2017.
Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent