Viðar Örn Kjartansson heldur áfram að fara á kostum í norsku úrvalsdeildinni, en Selfyssingurinn skoraði þrennu þegar Vålerenga vann 4-1 sigur á Haugesund á heimavelli í dag.
Viðar skoraði 32. og 34. mínútu og fullkomnaði svo þrennuna á þeirri 72. Hann er nú kominn með 24 mörk í 22 deildarleikjum og er langmarkahæstur í deildinni.
Annar Selfyssingur, Guðmundur Þórarinsson, var einnig á skotskónum þegar Sarpsborg 08 vann 0-2 útisigur á botnliði Sandnes Ulf.
Guðmundur skoraði fyrra markið á 26. mínútu og tólf mínútum síðar bætti Kristoffer Tokstad öðru marki við. Guðmundur fór af velli á 53. mínútu.
Hannes Þór Halldórsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Hannes Sigurðsson voru í byrjunarliði Sandnes og léku allan leikinn.
Matthías Vilhjálmsson kom af varamannabekknum og skoraði annað marka Start í 2-3 tapi gegn Stabæk.
Fredrik Brustad kom Stabæk yfir á 48. mínútu, en Matthías jafnaði metin á 67. mínútu, sex mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.
Andrew Jacobson náði forystunni fyrir Stabæk á nýjan leik á 72. mínútu og sex mínútum síðar bætti Franck Boli við marki. Ernest Asante klóraði í bakkann með marki í uppbótartíma. Guðmundur Kristjánsson lék allan leikinn fyrir Start sem situr í 12. sæti.
Þá skildu Sogndal og Álasund jöfn með einu marki gegn einu. Hjörtur Logi Valgarðsson lék allan leikinn fyrir Sogndal.
Viðar með þrennu fyrir Vålerenga
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti



Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



